Hoppa yfir valmynd
17. september 2004 Utanríkisráðuneytið

Stofnun stjórnmálasambands

Frá undirritun stjórnmálasambands við Bólivíu
Frá undirritun stjórnmálasambands við Bólivíu

Þann 17. september undirrituðu Hjálmar W. Hannesson og Ernesto Araníbar Quiroga, sendiherrar og fastafulltrúar Íslands og Bólívíu hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands milli ríkjanna.

Bólivía er landlukt ríki í Suður-Ameríku, umkringt af Brasilíu, Paragvæ, Argentínu, Chile og Perú. Það er geysistórt, rúm milljón ferkílómetra, og þar búa 8,5 milljónir manna. Um helmingur þjóðarinnar býr á hásléttunni í Andesfjöllum, 3500 metra yfir sjávarmáli. Höfuðborgin, La Paz, er sú höfuðborg í heiminum sem liggur hæst yfir sjávarmáli. Opinber tungumál Bólivíu eru þrjú; spænska, quechua og aymara.

Bólívía er eitt fátækasta ríkið í Suður-Ameríku. Það nýtur þróunarðstoðar frá Bandaríkjunum sem er háð því að dregið sé úr framleiðsla kókaíns sem er töluverð í landinu. Á síðustu árum hefur baráttan gegn framleiðslu og drefingu kókaíns verið hert til muna, m.a. með því að hvetja ræktendur kókalaufa til að snúa sér að ávaxtarækt og aðstoða þá til þess. Stór hluti ræktaðs lands í Bólivíu er nýttur til nautgriparæktar. Helsta landbúnaðarafurð Bólivíu er sojabaunir, en þar er einnig olíu- og æ mikilvægari gasvinnsla, og auk þess vinnsla á málmum, s.s. tini, sinki, þungmálmum, gulli, silfri og blýi. Fiskveiðar eru stundaðar í stöðuvötnum, þeirra stærst er Titicaca-vatn sem liggur á landamærum Bólivíu og Perú. Ferðamanna-þjónusta er einnig ríkur þáttur í atvinnulífi landsins.

Frá árinu 1825 og þar til upp úr 1980 var að meðaltali ein herbylting á ári. Árið 1967 reyndi Che Guevara, byltingarleiðtoginn frá Kúbu, að skipuleggja uppreisn meðal verkamanna gegn ríkjandi öflum, en hann var drepinn áður en til hennar kom. Herinn lét ekki af afskiptum af stjórnmálum fyrr en um miðjan 9. áratug síðustu aldar. Stjórnarfar og efnhagur í Bólivíu er í dag mun stöðugra en áður og kosningar fara fram reglulega. Núverandi forseti Bólivíu er Gonzalo Sanchez de Lozada, sem kjörinn var árið 2002.



Frá undirritun stjórnmálasambands við Bólivíu
Frá undirritun stjórnmálasambands við Bólivíu

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum