Hoppa yfir valmynd
5. október 2020 Dómsmálaráðuneytið

Umsækjendur um tvö embætti sýslumanna

Alls bárust sjö umsóknir um embætti Sýslumannsins á höfðuborgarsvæðinu og fimm umsóknir um embætti Sýslumannsins á Norðurlandi vestra sem auglýst voru laus til umsóknar. Umsóknarfrestur var til og með 1. október síðastliðnum. 

Um embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu sóttu eftirtaldir:

  • Petra Baumruk, lögfræðingur
  • Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunnar
  • Þuríður Árnadóttir, sviðstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu
  • Hjördís Stefánsdóttir, sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu
  • Karl Óttar Pétursson, lögmaður
  • Úlfar Lúðvíksson, Lögreglustjórinn á Vesturlandi
  • Sigríður Kristinsdóttir, sviðstjóri stjórnsýslusviðs Hafnarfjarðarkaupstaðar

Um embætti Sýslumannsins á Norðurlandi vestra sóttu eftirtaldir: 

  • Arnar Ágústsson,  nemi/ f.v. 1. stýrimaður
  • Stefán Ólafsson, lögmaður
  • Birna Ágústsdóttir, löglærður fulltrúi Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
  • Björn Hrafnkelsson, fulltrúi hjá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra
  • Karl Óttar Pétursson, lögmaður

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum