Hoppa yfir valmynd
3. nóvember 2003 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Umferðarmál færð til samgönguráðuneytisins

Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag að umferðarmál færðust frá dómsmálaráðuneytinu yfir til samgönguráðuneytisins.

Breytingarnar verða gerðar um áramótin, en þá munu nokkrir málaflokkar flytjast á milli ráðuneytanna. Málefni tengd umferðaröryggi sem og Umferðarstofa flytjast yfir á samgönguráðuneytið, en á móti munu málefni tengd leit og björgun flytjast til dómsmálaráðuneytisins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira