Hoppa yfir valmynd
4. september 2019 Innviðaráðuneytið

Sigurður Ingi fundaði með samgönguráðherra Skotlands

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, átti fund með Michael Matheson samgönguráðherra Skotlands í gær. - mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, átti fund með Michael Matheson samgönguráðherra Skotlands í gær í Edinborg samhliða fundi samstarfsráðherra Norðurlanda. Ráðherrarnir ræddu stuðning skoskra stjórnvalda við íbúa afskekktari byggða og eyjar m.a. í þeim tilgangi að jafna aðgang þeirra að opinberri þjónustu. Hérlendis er þessi aðgerð þekkt sem „skoska leiðin“.

Matheson sagði markmið skoskra stjórnvalda með greiðsluþátttöku vera að styðja við íbúa afskekktari byggða en um leið atvinnuuppbyggingu og störf utan þéttbýlis. Verkefninu hafi verið ýtt úr vör árið 2006 og verið framlengt reglulega, nú síðast um fjögur ár. 

Fram kom í máli Matheson að lítil samkeppni væri á flugleiðum til afskekktari svæða Skotlands, sætanýting væri um 50% og að flugfargjöld væru há í samanburði við það sem byðist til stærri og fjölfarnari áfangastaða sem gætu staðið undir stærri flugvélum.

Reynsla Skota af greiðsluþátttöku stjórnvalda og innleiðingu kerfisins þar í landi hefur reynst vel að mati Matheson. Fram kom að um 75.000 íbúar hefðu skráð sig í kerfið til að njóta afsláttar á völdum flugleiðum og algengast væri að íbúar nýttu sér það 2-3 á ári. Upphaflega hafi greiðsluþátttaka númið 40% af andvirði fargjalda en hafi síðar verið aukin í 50%.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum