Hoppa yfir valmynd
15. febrúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Til umsagnar: Frumvarp til breytinga á lögum um sjúkraskrár – umsýsluumboð til þriðja aðila

Lagt er til að sérfræðilæknar geti veitt þriðja aðila umsýsluumboð fyrir hönd einstaklings sem er ófær um að nýta sér rafræna þjónustu heilbrigðiskerfisins eða veita öðrum umboð fyrir sína hönd. Umboðshafi geti þannig nálgast rafræna þjónustu innan heilbrigðiskerfisins fyrir hönd hlutaðeigandi á öruggan og rekjanlegan hátt. Drög að frumvarpi þessa efnis hafa verið birt til umsagnar og er markmiðið að tryggja jafnan aðgang fólks að rafrænni heilbrigðisþjónustu og upplýsingum þar að lútandi. Umsagnarfrestur er til 28. febrúar næstkomandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum