Hoppa yfir valmynd
4. maí 2020 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Framhaldsskólar opna að nýju: Ráðherra heimsækir Menntaskólann við Hamrahlíð

 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ásamt nemendum og starfsfólki í Menntaskólanum við Hamrahlíð  - mynd

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Menntaskólann við Hamrahlíð í morgun þegar fyrsti hefðbundni skóladagurinn hófst þar eftir að takmörkunum á skólahaldi var aflétt.

Síðustu vikur hafa verið nýttar vel í skólanum, meðal annars til ýmis konar framkvæmda. Flestir nemendur voru fjarri góðu gamni í dag enda standa nú yfir lokapróf sem fram fara með rafrænum hætti. Ráðherra hitti þó nemendur af myndlistarbraut sem voru glöddust yfir því að geta loks haldið áfram með sitt verklega nám en slíkt hefur þurft að sitja á hakanum vegna COVID-19.

Ráðherra fékk einnig ítarlega kynningu frá skólastjórnendum á hvernig skólastarfi hefur verið háttað að undanförnu. Þá var einnig farið yfir niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir nemendur skólans um líðan þeirra og námsframvindu á tímum COVID-19. 

„Steinn Jóhannsson skólameistari og hans fólk tóku afar vel á móti okkur. Það var ánægjulegt að sjá hversu vel hefur tekist til á óvenjulegum tímum og einnig að heyra að hvernig nemendur sjálfir upplifa ástandið. Það er ljóst að þetta var mikið álag á alla hlutaðeigandi, að þurfa að snara kennsluháttum og lærdómi yfir í rafrænt form. Þetta er í raun gríðarlegt afrek og það er aðdáunarvert að sjá hversu vel kennarar og nemendur hafa staðist þetta álagspróf,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum