Hoppa yfir valmynd
4. október 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Heilsan efld í framhaldsskólum

 

Samningur um heilsueflingu og forvarnir í framhaldsskólum var á dögunum undirritaður í Flensborgarskóla í Hafnarfirði.  Verkefnið er til þriggja ára en að því standa heilbrigðis- og mennta- og menningarmálaráðuneytið, Lýðheilsustöð, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Hagsmunaráð íslenskra framhaldsskóla.

Guðbjartur Hannesson, heilbrigðisráðherra, fagnaði framtakinu í ávarpi sem hann flutti þegar verkefninu var ýtt úr vör. „Ég er sannfærður um að samningurinn um heilsueflingu og forvarnir í framhaldsskólum sem við undirritum nú, muni verða gagnlegt tæki við að auka velferð ungmenna í framhaldsskólum landsins,“ sagði ráðherra m.a.

Velferð og góð heilsa nemenda í fyrirrúmi

Flensborgarskólinn er fyrsti framhaldsskólinn á landinu til að innleiða hugmyndafræði Heilsueflandi framhaldsskóla og er það gert í nánu samstarfi við Lýðheilsustöð. Alls hafa 23 framhaldsskólar óskað eftir að verða heilsueflandi framhaldsskólar.

Markmiðið með verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli er að stuðla markvisst að velferð og góðri heilsu nemenda. Með þessu er megin áherslan lögð á fjóra þætti: næringu, hreyfingu, geðrækt og lífsstíl. Eitt viðfangsefni er tekið fyrir á hverju ári þannig að þegar nemandi útskrifast að fjórum árum liðnum hefur hann fengið haldbæra þekkingu á hollum lífsháttum og tækifæri til að tileinka sér þá. 

Á fyrsta árinu í Flensborg er lögð áhersla á næringu. Markmiðið er að hvetja nemendur til að borða hollan mat ekki bara í skólanum heldur líka í nærumhverfinu.

Undirritun Hoff samnings

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ráðherrar heilbrigðis- og menntamála undirrituðu samninginn í Flensborgarskóla.

 

Umfjöllun um verkefnið á vef Lýðheilsustöðvar

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum