Hoppa yfir valmynd
17. október 2019 Matvælaráðuneytið

Frumvarp um einföldun regluverks í samráðsgátt

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sett til umsagnar á samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum til einföldundar regluverks á málefnasviðum ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Frumvarpið er fyrsti áfangi af þremur í aðgerðaráætlun ráðuneytisins um einföldun regluverks á þessum málefnasviðum sem ráðgert er að standi yfir fram á mitt ár 2021.

„Einföldun regluverks er eitt af forgangsverkefnum í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og þetta er fyrsti áfanginn á málefnasviðum mínum. Þetta er liður í því að vanda enn betur til verka og að reyna sífellt að smíða atvinnulífinu betra regluverk svo það geti styrkst og dafnað á hagkvæman og arðbæran hátt,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem fela í sér að skráningum verslana verði hætt, iðnaðarleyfi og leyfi til sölu notaðra ökutækja verði lögð af, ráðherra fái heimild til að framselja vald til að veita undanþágur á grundvelli laga um samvinnufélög, auk annarra atriða sem horfa til einföldunar. Loks er lagt til í frumvarpinu brottfall 16 úreltra laga sem ekki hafa sérstakt gildi lengur.

 

Óskað er eftir umsögnum um frumvarpsdrögin á samráðsgátt stjórnvalda til miðvikudagsins 23. október.

Frumvarpið má finna hér.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

11. Sjálfbærar borgir og samfélög

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum