Hoppa yfir valmynd
22. október 2010 Utanríkisráðuneytið

Yfir 400 hafa útskrifast úr Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna

afhending-2Utanríkisráðherra flutti í dag ávarp í tilefni af útskrift nemenda frá Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Með útskriftinni lauk skólinn sínu 32. starfsári þar sem 28 nemendur frá 15 ríkjum luku sex mánaða sérhæfðu námi í jarðhitamálum. Bætast þeir í hóp á fimmta hundrað sérfræðinga frá þróunarríkjum sem stundað hafa nám við skólann frá stofnun hans. Skólinn styrkir einnig nemendur til meistara- og doktorsnáms auk þess sem hann stendur fyrir styttri námskeiðum í þróunarríkjunum.

Í ávarpinu fjallaði ráðherra m.a. um þá auknu athygli sem jarðhitamál hafa fengið á alþjóðavettvangi undanfarin ár í tengslum við þörf þróunarríkja fyrir endurnýjanlega orku til raforkunýtingar, m.a. sem raunhæfur kostur til að mæta áhrifum loftslagsbreytinga. Nýting endurnýjanlegra auðlinda s.s. jarðhita eru áhersluþáttur í stefnu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.

Tveir háskólar Sameinuðu þjóðanna starfa hér á landi auk Jarðhitaskólans; Sjávarútvegskólinn og Landgræðsluskólinn sem bættist í hópinn á þessu ári. Skólarnir eru hluti af framlagi Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum