Hoppa yfir valmynd
22. febrúar 2019

Þórir Ibsen afhenti trúnaðarbréf gagnvart Tékklandi

Tengsl Íslands og Tékklands eiga sér langa sögu. Viðskipti þeirra á milli hafa alla jafnan verið nokkur og er verðgildi þeirra í dag um 14 milljarðar. Við afhendingu trúnaðarbréfs sem sendiherra Íslands gagnvart Tékklandi með aðsetur í Reykjavík þann 21. febrúar sl., ræddu þeir Miloš Zeman forseti Tékklands og Þórir Ibsen sendiherra m.a. samskipti ríkjanna, sameiginlegt viðskiptaþing, formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu, og tækifæri til að efla enn frekar samskipti ríkjanna með aðkomu Uppbyggingarsjóðs EES, en Tékkland er eitt af samstarfsríkjum sjóðsin. Í tilefni þess að verkefnaáætlunum Uppbyggingarsjóðsins í Tékklandi fyrir tímabilið 2014-2021 var formlega ýtt úr vör á kynningarráðstefnu í Prag, flutti Þórir Ibsen ávarp um þátttöku Íslands í sjóðnum og möguleg samstarfsverkefni íslenskra og tékkneskra aðila á sviðum jafnréttismála, góðrar stjórnsýslu, rannsókna og nýsköpunar, endurnýjanlegrar orku, snjallborga, menningar, æskulýðsmála og lýðræðis.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum