Hoppa yfir valmynd
17. febrúar 2004 Utanríkisráðuneytið

Samningaviðræður um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum

Nr. 006

Samninganefndir strandríkja í viðræðum um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum komu saman í Kaupmannahöfn dagana 16 og 17. febrúar 2004. Á fundinum tóku samninganefndir upp þráðinn þar sem frá var horfið í samningaviðræðum í Reykjavík í október s.l.

Á fundinum náðist ekki samkomulag um skiptingu veiðanna milli strandríkjanna fyrir árið 2004. Af hálfu sendinefndar Noregs kom fram að norsk stjórnvöld stefndu að því að stórauka hlutdeild sína i veiðunum á kostnað annarra strandríkja og að ekki yrði ljáð máls á tvíhliða samkomulagi um bráðabirgðaskiptingu veiðanna líkt og í fyrra. Að svo stöddu varð það því

niðurstaðan að þessu sinni að ekki væri grundvöllur fyrir samkomulagi.

Frekari samningafundir hafa ekki verið ákveðnir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum