Hoppa yfir valmynd
25. september 2012 Dómsmálaráðuneytið

Landskjörstjórn hefur skipað umboðsmenn ólíkra sjónarmiða við þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012


Umboðsmenn ólíkrasjónarmiða við þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012

Landskjörstjórn hefur skipað tólf einstaklinga sem umboðsmenn ólíkra sjónarmiða við þjóðaratkvæðagreiðsluna í einstökum kjördæmum, skv. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 91/2010, um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna.

Hlutverk umboðsmanna er eftirfarandi:

  1. Umboðsmaður hefur rétt til að fylgjast með framkvæmd atkvæðagreiðslunnar á einstökum kjörstöðum í kjördæminu og gæta að því að kjörstjórn og kjósendur hegði sér þar í samræmi við lög nr. 91/2010 og lög nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis, sbr. til hliðsjónar 94. gr. laga 24/2000. Verði hann áskynja um eitthvað ólöglegt við kosningarathöfnina og fái það ekki leiðrétt á hann rétt á að fá bókað um ágreininginn í kjörbókina og sker landskjörstjórn þá úr hvaða áhrif það hafi.
  2. Ef umboðsmaður telur kjörstjórn ekki meta utankjörfundaratkvæði með réttum hætti, sbr. 91. gr. laga nr. 24/2000, getur hann krafist bókunar um ágreininginn í kjörbókina og er þá kjörseðilsumslag ásamt fylgibréfi lagt aftur í sendiumslagið og atkvæðið sent til úrskurðar yfirkjörstjórnar.
  3. Umboðsmaður skal vera viðstaddur talningu atkvæða hjá viðkomandi yfirkjörstjórn og fylgjast með því að meðferð kjörstjórnar á atkvæðasendingum og talning fari fram í samræmi við lög nr. 91/2010 og lög nr. 24/2000. Telji umboðsmaður að meðferð á atkvæðasendingum eða aðferð við talningu sé ekki lögum samkvæmt og beiðni hans um leiðréttingu er ekki tekin til greina  getur hann fengið bókað um ágreininginn í gerðabók kjörstjórnarinnar og sker landskjörstjórn úr um niðurstöðu í málinu.
  4. Verði ágreiningur milli umboðsmanns og yfirkjörstjórnar um gildi atkvæðis, sbr. 100. og 101. gr. laga nr. 24/2000, skal leggja þá kjörseðla sem ágreiningur er um í tvö sérstök umslög, í annað þá seðla sem kjörstjórnin hefur úrskurðað gilda og í hitt þá seðla sem hún hefur úrskurðað ógilda, sbr. 3. mgr. 103. gr. laga nr. 24/2000. Yfirkjörstjórn sendir landskjörstjórn seðlana sem sker úr um gildi þeirra, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 91/2010.

Umboðsmenn ólíkra sjónarmiða

Norðausturkjördæmi:

Já: Arnbjörg Sigurðardóttir, hdl.               464-9900           [email protected]

Nei: Ingvar Þóroddsson, hdl.                   466-2700           ingvar @logmannshlid.is

Norðvesturkjördæmi:

Já: Pétur Kristinsson, hdl.                         438-1199          [email protected]

Nei: Ingi Tryggvason, hdl.                          437-1700          [email protected]

Suðurkjördæmi:

Já: Andrés Valdimarsson, hrl.                   893-3311           [email protected]

Nei: Sigurður Jónsson, hrl.                       480-1816           [email protected]

Reykjavíkurkjördæmi norður

Já: Ásdís J. Rafnar, hrl.                               561 3360          [email protected]

Nei: Hulda Rós Rúriksdóttir, hrl.               520-1050          [email protected]

Reykjavíkurkjördæmi suður

Já: Bjarnveig Eiríksdóttir, hdl.                  515-0200         [email protected]

Nei: Björn Jóhannesson, hdl.                   530-1800         [email protected]

Suðvesturkjördæmi :

Já: Sonja María Hreiðarsdóttir, hdl.         530-1800          [email protected]

Nei: Hjördís E. Harðardóttir, hrl.               530-1800          [email protected]
Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira