Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisráðuneytið

Úthlutun styrkja til gæðaverkefna í velferðarþjónustu

Frá afhendingu gæðastyrkjanna í velferðarráðuneytinu
Frá afhendingu gæðastyrkjanna í velferðarráðuneytinu

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra veitti í dag styrki til sex verkefna í velferðarþjónustu sem tengjast samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu og eiga að stuðla að umbótum, nýbreytni eða auknum gæðum þjónustunnar. Styrkirnir nema samtals 2,2 milljónum króna.  

Gæðastyrkir hafa verið veittir árlega frá árinu 2001 en þeir eru fyrst og fremst hugsaðar til hvatningar og viðurkenningar.

Frestur til að sækja um styrki rann út 21. desember síðastliðinn. Alls bárust 25 umsókn um styrki hvaðanæva af landinu. Sótt var um vegna fjölbreyttra verkefna og tengdist rúmlega helmingur þeirra samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Úthlutunarnefnd skipuð þremur fulltrúum velferðarráðuneytisins lagði mat á umsóknirnar og gerði tillögu til ráðherra um styrkveitingarnar til verkefnanna sex. Styrkirnir nema á bilinu 300-400 þúsund krónum.

Veittir voru styrkir til verkefnis um að koma á samstarfsvettvangi og útfæra hugmyndir um sameiginlega líknardeild og líknarteymi á Norðurlandi, samstarfsverkefnis heilsugæslu og félagsþjónustu á Snæfellsnesi til að bæta inntak, gæði og fyrirkomulag heimaþjónustu eldri borgara, sjúkra, öryrkja, fatlaðs fólks og annarra á svæðinu, þróun Geðheilsustöðvar sem er liður í þróunarverkefni í Breiðholti sem gengur út á að bæta og efla geðþjónustu í nærumhverfinu, verkefni um aukna heilbrigðisþjónusta í þjónustuíbúðum á vegum þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis, verkefni um aukna þjónusta við útskriftir aldraðra af bráðamóttökum Landspítala og loks verkefnis á vegum félagsþjónustu Norðurþings um forvarnir vegna vanlíðunar og sjálfsskaðandi hegðunar meðal unglinga.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira