Hoppa yfir valmynd
29. maí 2018 Matvælaráðuneytið

Samtök launþega nýta ekki rétt sinn til tilnefninga í verðlagsnefnd búvara

Samtök launþega hafa ákveðið að nýta ekki rétt sinn til tilnefningar tveggja fulltrúa í verðlagsnefnd búvara og þar af leiðandi hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra falið félags- og jafnréttismálaráðherra að tilnefna tvo fulltrúa í nefndina í samræmi við búvörulög.

Samkvæmt 7. gr. búvörulaga nr. 99/1993 skipar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra verðlagsnefnd búvara. Tveir fulltrúar skulu tilnefndir af samtökum launþega, tveir af Bændasamtökum Íslands og tveir af Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Nú hefur komið í ljós að samtök launþega, þ.e. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og stjórn Alþýðusambands Íslands hafa ákveðið að nýta ekki rétt sinn til tilnefningar. Með vísan til þess og í samræmi við 2. málsl. 7. mgr. 7. gr. búvörulaga hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskað þess að félags- og jafnréttismálaráðherra tilnefni tvo fulltrúa í verðlagsnefnd.

Tilnefningu fulltrúa í verðlagsnefnd búvara skal vera lokið 15. júní nk. og nefndin skal fullskipuð 1. júlí 2018.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum