Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2013 Utanríkisráðuneytið

Ráðherra fundar með formanni þróunarsamvinnunefndar OECD

Gunnar Bragi og Erik Solheim.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í morgun fund með Erik Solheim, formanni þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, í Paris.

Ræddu þeir áherslur Íslands í þróunarsamvinnu, þar á meðal þekkingu Íslendinga á jarðhita og stjórnun fiskveiða og hvernig mætti nýta hana í þróunarsamvinnu. Þá ræddu þeir uppbyggingu eftir efnahagshrun.

Gunnar Bragi fór yfir stefnur, áherslur og framtíðarsýn Íslendinga í þróunarsamvinnumálum en Ísland varð aðili að Þróunarsamvinnunefnd OECD í mars sl. eftir jákvæða úttekt nefndarinnar á þróunarsamvinnu Íslendinga. Ráðherra lagði áherslu á mikilvægi samræmingar og samhæfingar þeirra landa sem taka þátt í þróunarsamvinnu og þá ekki síður hvernig stefnumálum er fylgt eftir svo að þau komi þeim sem á þurfa að halda til góða.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum