Hoppa yfir valmynd
10. mars 2005 Utanríkisráðuneytið

Ný vefsetur utanríkisþjónustunnar

Vefsetur sendiráðsins í Berlín
Vefsetur sendiráðsins í Berlín

Vefsetrin eru liður í gagngerri endurnýjun vefsetra utanríkisþjónustu Íslands. Opnaður hefur verið nýr inngangsvefur utanríkisþjónustunnar, www.iceland.org, og bætast nýju vefsetrin tvö í hóp nýrra vefsetra sendiráða Íslands í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi.

Vefsetur sendiráðsins í Berlín er á þremur tungumálum, þýsku, íslensku og ensku, og hefur m.a. að geyma upplýsingar til Íslendinga í Þýskalandi, ferðaupplýsingar og ýmsan hagnýtan fróðleik á þýsku og ensku og upplýsingar um viðskiptaþjónustu sendiráðsins.

Vefsetur sendiráðsins í London er á tveimur tungumálum, ensku og íslensku, og þar má finna ýmsar upplýsingar um starfsemi sendiráðsins.

Til stendur að endurnýja vefsetur allra sendiskrifstofa Íslands og munu fleiri bætast við á næstu mánuðum.

Vefsetur sendiráðsins í London

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vefsetur sendiráðsins í London



Vefsetur sendiráðsins í Berlín
Vefsetur sendiráðsins í Berlín

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum