Hoppa yfir valmynd
24. febrúar 1999 Forsætisráðuneytið

Mál nr. 6/1998

Álit kærunefndar jafnréttismála
í málinu nr. 6/1998:

A
gegn
biskupi Íslands

-------------------------------------------------------

Á fundi kærunefndar jafnréttismála 24. febrúar 1999 var samþykkt svohljóðandi niðurstaða í máli þessu:

Með bréfi dags. 9. júlí 1998 óskaði A, prestur og fræðslufulltrúi kirkjunnar á Austurlandi, eftir því við kærunefnd jafnréttismála að nefndin kannaði og tæki afstöðu til þess hvort ráðning B í embætti prests í Seltjarnarnesprestakalli í janúar 1998 bryti gegn ákvæðum laga nr. 28/1991 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla (jafnréttislaga).

Kærunefnd óskaði upplýsinga frá sóknarnefnd Seltjarnarnessóknar um:
1. Fjölda og kyn þeirra sem sótt hafi um starfið.
2. Menntun, starfsreynslu og aðra sérstaka hæfileika þess sem ráðinn hafi verið ásamt afriti af umsókn hans.
3. Hvað hafi ráðið vali á milli umsækjenda.
4. Fjölda og kyn starfsmanna sóknarnefndar Seltjarnarnessóknar.
5. Afrit af auglýsingu um starfið.
6. Annað það sem sóknarnefndin teldi til upplýsingar fyrir málið í heild.

Nefndin óskaði upplýsinga frá biskupi Íslands um:
1. Fjölda og kynjahlutföll starfandi presta á landinu, annars vegar meðal sóknarpresta og hins vegar meðal aðstoðarpresta.
2. Afskipti biskupsstofu af auglýsingu og ráðningu prests í starfið.
3. Hvers kyns stöðu hafi verið um að ræða.
4. Hvaða reglur hafi gilt í ársbyrjun 1998 um val á milli umsækjenda og ráðningu í slíkar stöður.
5. Nýsamþykktar starfsreglur skv. 59. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997.
6. Annað það sem biskup teldi að komið gæti að gagni við skoðun á ráðningum í prestsstörf.

Eftirfarandi gögn hafa verið lögð fram af hálfu aðila málsins:
1. Kæra dags. 9. júlí 1998 ásamt fylgigögnum.
2. Svarbréf sóknarnefndar dags. 14. ágúst 1998 ásamt fylgigögnum.
3. Svarbréf kæranda dags. 6. september 1998.
4. mis gögn lögð fram af sóknarnefnd á fundi með kærunefnd 15. október 1998.
5. Bréf biskups dags. 18. nóvember 1998 ásamt fylgigögnum.
6. Bréf biskups dags. 22. janúar 1999.

Kærandi málsins kom á fund kærunefndar 15. október 1998. fiann sama dag komu á fund nefndarinnar Guðmundur Einarsson, formaður og Erla Jónsdóttir ritari sóknarnefndar Seltjarnarnessóknar.

Kærunni var í upphafi beint gegn sóknarnefnd Seltjarnarnessóknar. Með bréfi biskups Íslands, dags. 18. nóvember 1998, var staðfest að hið formlega veitingarvald var í höndum biskups, sem telst því aðili málsins.

Biskup Íslands auglýsti embætti prests í Seltjarnarnesprestakalli laust til umsóknar í Lögbirtingarblaðinu 17. desember 1997. Í auglýsingunni sagði m.a.: "Um er að ræða fullt starf launað af sókninni sjálfri og skal prestur starfa undir stjórn sóknarprestsins. Um launakjör fer skv. ákvörðun kjaranefndar, en að öðru leyti gilda lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996." firír umsækjendur voru um starfið, tveir karlar og kærandi. Að liðnum umsóknarfresti sendi biskup umsóknirnar til sóknarnefndar Seltjarnarnessóknar. Sóknarnefnd boðaði umsækjendur í viðtöl og að þeim loknum fór fram leynileg atkvæðagreiðsla meðal kjörmanna, sem eru aðal- og varamenn í sóknarnefnd. Annar karlanna, B, hlaut sex atkvæði en kærandi fimm. Niðurstöður kosningarinnar voru sendar biskupi, sem skipaði B í starfið.
Kærandi málsins, A, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1980. Frá 1980-1982 stundaði hún nám í hótelrekstri í Frakklandi. Í ársbyrjun 1983 hóf hún nám í guðfræði við Háskóla Íslands og lauk cand. theol. prófi haustið 1987.

A vann á námsárum sínum ýmis sumarstörf m.a. við Skálholtsskóla, í Árbæjarsafni, á geðdeild Landspítalans og í sumarbúðum KFUK, þar af eitt sumar sem forstöðukona. Sumarið 1985 fékk hún prédikunarstyrk úr Kristnisjóði og leysti af prestinn í Bolungarvík [Starfaði hún þar undir handleiðslu sóknarprestsins á Ísafirði]. Haustið 1987 vígðist hún að Hálsi í Fnjóskadal þar sem hún starfaði til vorsins 1989 er hún fékk stöðu leiðbeinanda við Æskulýðsmiðstöð Evrópuráðsins. Kærandi kveður starfið hafa falist í vinnu með og fyrir ungt fólk varðandi samvinnu ólíkra menningarheima, baráttu fyrir umburðarlyndi og vinnu að mannréttindum. fiá hafi hún haft yfirumsjón með tungumálanámskeiðum sem haldin hafi verið víða um Evrópu og miðað hafi að því að auðvelda æskufólki að tala saman um mannréttindi og lýðræði. fiessu starfi hafi hún gegnt til ársloka 1994. Frá janúar 1995 hefur hún starfað sem fræðslufulltrúi þjóðkirkjunnar á Austurlandi. Þá hefur hún flutt erindi og ritað greinar um guðfræðileg málefni.

B lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskólanum í Ármúla árið 1989 og cand. theol. prófi frá Háskóla Íslands 1996. Þá hefur hann sótt námskeið á vegum Rauða kross Íslands og Skálholtsskóla.

B vann á námsárum sínum ýmis störf, þ. á m. á geðdeild Landspítalans, við heildsölu, lögreglustörf og útfararstofur. Þá starfaði hann í sumarbúðum fyrir fötluð börn í Reykjadal og hefur haft tilsjón með tveimur fötluðum börnum. Frá því að hann lauk námi 1996 og þar til hann var skipaður prestur í Seltjarnarnessókn starfaði hann við sölustörf.

Í erindi kæranda segir að hún telji sig hæfari til að gegna umræddu starfi en þann sem starfið hlaut. Hún hafi hlotið prestsvígslu og hafi starfsreynslu bæði sem sóknarprestur og úr alþjóðlegu æskulýðsstarfi. Starfsreynsla hennar falli mun betur að starfinu en þess sem ráðinn var. Staða kvenna sé erfið innan kirkjunnar og undanfarin tvö ár hafi varla nokkur kona fengið embætti í kirkjunni þrátt fyrir að þær hafi sóst eftir þeim. Sjálf hafi hún sótt um sjö embætti á rúmu ári en ekkert fengið.

Í bréfi sóknarnefndar dags. 14. ágúst 1998 segir að val á presti hafi farið fram í samræmi við lög um þjóðkirkjuna. Sóknarnefnd hafi átt viðtöl við alla umsækjendur áður en til atkvæðagreiðslu kom auk þess að kynna sér umsóknir og fylgigögn umsækjenda. Leynileg kosning hafi farið fram undir stjórn prófasts og hafi sá sem starfið hlaut fengið sex atkvæði en kærandi fimm. fiá bendir sóknarnefnd á að í drögum að jafnréttisáætlun þjóðkirkjunnar segi m.a.: "þar sem fleiri en einn prestur er við sömu kirkju skal gæta þess að þeir séu ekki af sama kyni". Hafi sóknarnefndarmönnum verið kunnugt um inntak reglnanna þegar kosning hafi farið fram. Fastráðnir starfsmenn safnaðarins séu þrír. Auk nýráðins safnaðarprests séu þar í fullu starfi organisti og kirkjuvörður, hvort tveggja konur. fiá sé sóknarpresturinn, sem sé ríkisstarfsmaður, kona.

Í viðtali við kærunefnd kom fram að sóknarnefndin hafi farið eftir tilmælum biskups um að láta reglur í lögum um prestkosningar gilda við ráðninguna. Áður en gengið hafi verið til kjörs hafi kjörmenn rætt um ýmis sjónarmið við ráðninguna og jafnréttislög m.a. borið á góma sem og drög að jafnréttisáætlun þjóðkirkjunnar, sem verið hafi í vinnslu. Kosningin hafi verið leynileg og sóknarnefndin ekki treyst sér til að gera grein fyrir þeim rökum sem að baki lágu. Hver og einn kjörmaður hafi átt það við sína samvisku hvernig hann verði atkvæði sínu.

Í bréfi biskupsembættisins dags. 18. nóvember 1998 segir að biskup hafi auglýst starfið og skipað í það. Þá kemur fram að 117 sóknarprestar séu nú starfandi innan þjóðkirkjunnar, 96 karlar og 21 kona. Prestar, áður aðstoðarprestar, séu sautján, ellefu karlar og sex konur, héraðsprestar séu fimm, þrír karlar og tvær konur og sérþjónustuprestar séu fimmtán, tíu karlar og fimm konur.

Í bréfi biskups, dags. 22. janúar 1999, segir að við skipanir í prestsembætti hafi biskup ávallt farið eftir niðurstöðu leynilegra kosninga. Samkvæmt lögum nr. 44/1987 séu það kjörmenn prestakalla sem kjósi presta en almennar prestskosningar séu heimilar að vissum skilyrðum uppfylltum.

Samkvæmt lögum um skipan prestakalla o.fl. nr. 62/1990 hafi verið heimilt að ráða aðstoðarprest í fjölmennum prestaköllum. Skyldi hann ráðinn samkvæmt tillögu biskups í samráði við sóknarprest og með samþykki sóknarnefndar. Biskup hafi ákveðið að við veitingu í stöður aðstoðarpresta skyldu reglur laganna um veitingu prestakalla vera viðhafðar enda ekkert í lögum nr. 62/1990 sem hafi bannað það. fiví hafi kjörmenn prestakallsins kosið aðstoðarprest sem biskup síðan skipaði í embættið. Þar sem þessi verklagsregla hafi verið orðin að viðtekinni venju við stöðuveitingar sem þessa hafi biskup ekki séð sér annað fært en að fara eftir niðurstöðu í kosningu sóknarnefndar um umsækjendur og skipa þann í starfið sem flest atkvæði hafi hlotið.
Að lokum segir í bréfi biskups að með lögum nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar hafi orðið sú breyting að nú veiti biskup þeim presti embætti sem hlotið hafi bindandi val valnefndar en ákvarði að öðrum kosti veitingu. Í starfsreglum um presta sem tekið hafi gildi 1. janúar 1999 komi fram að náist ekki samstaða í valnefnd skuli hún skila álitum sínum til biskups sem skeri úr. fiá sé kveðið á um í starfsreglunum að gæta skuli ákvæða jafnréttislaga.

Í afriti af skipunarbréfi í umrætt starf, sem fylgdi bréfi biskups, segir að biskup skipi í starfið samkvæmt 40. og 35. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti íslensku þjóðkirkjunnar nr. 78/1997.

NIÐURSTAÐA

Tilgangur jafnréttislaga er að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla. Sérstaklega skal bæta stöðu kvenna til að ná því markmiði. Atvinnurekendur gegna afar miklu hlutverki í því að ná fram markmiði laganna. msar skyldur eru lagðar þeim á herðar í þessu skyni og skorður settar við ákvörðunum þeirra m. a. um ráðningu starfsmanna. Atvinnurekendur skulu vinna að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækja sinna eða stofnana og sjá til þess að störf flokkist ekki í kvenna- og karlastörf.

Samkvæmt 6. gr. laganna er óheimilt að mismuna starfsfólki eftir kynferði. Gildir það m.a. um ráðningu, setningu og skipun í starf. Atvinnurekandi skal, ef máli er vísað til kærunefndar, sýna nefndinni fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ákvörðun hans. Í 7. gr. er kveðið á um að öll laus störf skuli standa opin jafnt konum sem körlum. Samkvæmt 8. gr. skal atvinnurekandi veita kærunefnd upplýsingar um menntun, starfsreynslu og það hvaða aðra sérstaka hæfileika umfram kæranda sá hafi til að bera sem ráðinn var í starfið.

Ein af meginforsendum þess að jafnrétti náist með kynjunum á vinnumarkaði er að ákvarðanir um ráðningar, stöðubreytingar og stöðuhækkanir séu teknar á grundvelli hlutlægs og sanngjarns mats á hæfni umsækjenda eða starfsmanna. Ákvæði jafnréttislaga gefa leiðbeiningar um hvaða þætti beri að leggja til grundvallar við mat á hæfni en í 8. gr. þeirra er menntun og starfsreynsla umsækjenda sérstaklega tilgreind, svo og aðrir sérstakir hæfileikar þess sem er ráðinn. Séu umsækjendur af báðum kynjum taldir jafn hæfir ber með vísan til 1. og 5. gr. jafnréttislaga að ráða einstakling af því kyni sem er í minnihluta í viðkomandi starfsgrein. fiessi forgangsregla er grundvallarskilyrði þess að þeim tilgangi laganna að jafna stöðu karla og kvenna verði náð.

Hinn 1. janúar 1998 tóku gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, sem m.a. fjalla um skipun presta. Með lögunum voru eldri lög um sama efni, þ.e. lög um veitingu prestakalla nr. 44/1987 og lög um skipan prestakalla og prófastsdæma og um starfsmenn þjóðkirkju Íslands nr. 62/1990, felld úr gildi í áföngum. Hluti laganna féll úr gildi 1. janúar 1998 og endanlega féllu þau úr gildi 31. desember 1998.

Í lögum nr. 44/1987 var eingöngu fjallað um val á sóknarprestum en um ráðningar annarra presta var fyrst kveðið á í lögum nr. 62/1990 og nú í lögum nr. 78/1997. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 62/1990 var ráðherra heimilt að ráða prest til aðstoðar sóknarpresti. Í sömu grein segir að aðstoðarprestur skuli ráðinn samkvæmt tillögu biskups í samráði við sóknarprest og með samþykki sóknarnefndar. fietta ákvæði féll ekki úr gildi fyrr en 31. desember 1998 og var því enn í gildi þegar ráðið var í umrætt starf.

Í 35. gr. laga nr. 78/1997 segir: "Í fjölmennum prestaköllum er heimilt að skipa fleiri presta en einn. Séu prestar fleiri en einn í prestakalli skulu þeir undir forustu sóknarprests skipta með sér störfum í samræmi við almennar starfsreglur þar að lútandi, sbr. 59. gr." Samkvæmt 37. gr. skipar ráðherra í embætti sóknarpresta og biskup Íslands í önnur prestsembætti. Í 40. gr. laganna segir að biskup Íslands veiti þeim embættið sem hlotið hefur bindandi val en ákvarði að öðrum kosti veitingu. Samkvæmt 39. gr. auglýsir biskup embættið og í 2. mgr. sömu greinar segir að nánari reglur um val á presti samkvæmt 35. gr. skuli setja í starfsreglur samkvæmt 59. gr. laganna. Í 59. gr. segir að kirkjuþing skuli setja starfsreglur fyrir kirkjuna sem öðlist bindandi gildi á þrítugasta degi frá útgáfudegi þeirra. fiessar reglur tóku gildi 1. janúar 1999 og voru því ekki í gildi þegar umrædd stöðuveiting átti sér stað.

Það er almenn regla íslensks réttar að yngri lög gangi framar eldri lögum. Af því leiðir að um stöðuveitingu þessa giltu lög nr. 78/1997 hvað varðar hið formlega veitingarvald en samkvæmt því var það í höndum biskups. Skipað var í umrætt embætti af biskupi Íslands og bar hann því ábyrgð á stöðuveitingunni. Sem fyrr segir höfðu hins vegar ekki verið settar nánari reglur um val á prestum þegar staðan var veitt.

Í bréfi biskups til kærunefndar, dags. 22. janúar 1999, segir að það sé viðtekin venja við stöðuveitingar sem þessa að fara eftir lögum um veitingu prestakalla nr. 44/1987, sem fjalla um val á sóknarpresti enda sé ekkert í lögum 62/1990 sem hafi bannað það.
Samkvæmt lögum nr. 44/1987 skyldi biskup senda prófasti og sóknarnefndarmönnum skrá yfir umsækjendur ásamt skýrslu um aldur þeirra, náms- og embættisferil og atkvæðaseðla fyrir kjörmenn, en þeir voru sóknarnefndarmenn og varamenn þeirra. Prófastur skyldi stýra kjörfundi. Að lokinni athugun gagna skyldi fara fram leynileg atkvæðagreiðsla og niðurstöður hennar vera bindandi fengi umsækjandi helming atkvæða. Prófastur skyldi síðan senda biskupi niðurstöður fundarins. Biskup skyldi síðan senda ráðherra þær áfram ásamt umsögn sinni og ráðherra veita embættið þeim sem hlotið hefði bindandi val.

Í auglýsingu um umrætt prestsembætti kemur fram að biskup Íslands auglýsi embættið og að umsóknir sendist biskupi. Biskup Íslands sendi formanni sóknarnefndar Seltjarnessóknar ljósrit umsókna og tilkynnti að prófastur hefði fengið senda kjörseðla. Í bréfum biskups til prófastsins og formanns sóknarnefndar var þess ekki getið hvernig standa ætti að kosningu eða að hún væri bindandi varðandi það hver fengi skipun í starfið. Í bréfi prófasts til biskups, dags. 12. janúar 1998, tilkynnti hann þau úrslit kosningar að B cand. theol. hefði fengið sex atkvæði og A fimm. Í niðurlagi bréfsins segir: "Skilningur sóknarprests og sóknarnefndar er sá að valið sé bindandi og B verði ráðinn prestur við söfnuðinn."

Af hálfu biskups hefur komið fram að hann hafi talið sig bundinn af niðurstöðu kjörfundar. Kærunefndin telur að eftir gildistöku laga nr. 78/1997 og þar til reglur um val á prestum tóku gildi um síðustu áramót hafi biskup Íslands ekki verið bundinn af neinum réttarreglum varðandi aðferð við skipun í embættið sem kært er vegna. Biskupi Íslands var að sjálfsögðu heimilt að leita eftir afstöðu aðal- og varamanna í sóknarnefnd til umsækjenda en niðurstaða slíkrar kosningar gat hins vegar ekki bundið hendur hans við skipun í embættið. Biskupi Íslands bar þvert á móti sem handhafa veitingarvalds að leggja sjálfstætt mat á hæfi umsækjenda. Niðurstaða kjörnefndar létti ekki af honum þeirri skyldu að gæta ákvæða jafnréttislaga.

Fyrir liggur að fáar konur starfa sem prestar innan þjóðkirkjunnar og var því sérstök ástæða fyrir biskup að huga að stöðu kvenna innan kirkjunnar við ráðninguna. Kærunefnd telur þó rétt að vekja athygli á því að í Seltjarnarnessókn er sóknarpresturinn kona og kona starfaði þar sem aðstoðarprestur áður en skipað var í umrætt prestsembætti.

Af hálfu biskups Íslands eða sóknarnefndar hefur því ekki verið haldið fram að sá sem skipaður var í embættið hafi verið hæfari en kærandi til að gegna því. Engu að síður þykir nauðsynlegt að bera saman hæfi kæranda og þess sem skipaður var í embættið.
Kærandi og sá sem skipaður var í prestembættið höfðu bæði lokið cand. theol. prófi frá Háskóla Íslands. Kærandi hafði að öðru leyti meiri menntun en sá sem embættið hlaut. fiað er álit kærunefndar að kærandi sé a.m.k. jafnhæf og sá er embættið hlaut hvað menntun varðar til að gegna starfinu.

Starfsreynsla kæranda frá námslokum er fjölbreytt bæði á vegum kirkjunnar sem sóknarprestur og fræðslufulltrúi og hjá Evrópuráðinu. Sá sem starfið hlaut hafði unnið við ýmis störf með námi og eftir að námi lauk og fengið góð meðmæli frá atvinnurekendum. Hann hafði hins vegar ekki unnið innan kirkjunnar frá því hann lauk námi og ekki hlotið prestsvígslu. fiað er álit kærunefndar að starfsreynsla kæranda sé meiri og falli betur að umræddu starfi en þess sem skipaður var.

Með vísan til alls framangreinds er það álit kærunefndar jafnréttismála að skipun B í embætti prests í Seltjarnarnesprestakalli hafi ekki verið í samræmi við ákvæði 2. tl. 1. mgr. 6. gr. jafnréttislaga, sbr. einnig 8. gr. sömu laga.

Kærunefnd beinir þeim tilmælum til biskups Íslands að fundin verði viðunandi lausn á málinu.

 

Sigurður Tómas Magnússon

Erla S. Árnadóttir

Gunnar Jónsson

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira