Hoppa yfir valmynd
13. maí 2015 Utanríkisráðuneytið

Tvísköttunarsamningur við Georgíu

Undirritaður hefur verið samningur milli Íslands og Georgíu til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu en samningurinn nær til tekjuskatta. Undirritunin fór fram í Tblisi í Georgíu í dag og undirritaði Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins samninginn fyrir hönd Íslands en fjármálaráðherra Georgíu, Nodar Khaduri,  fyrir hönd Georgíu.

Helstu efnisatriði samningsins eru þau að samið var um 5% afdráttarskatt af arði ef félagið sem móttekur arðinn á a.m.k. 25% í félaginu sem greiðir arðinn, en í öðrum tilvikum er 10% afdráttarskattur. Þá var samið um 5% afdráttarskatt af vöxtum og þóknunum. Samkvæmt samningnum er frádráttaraðferð (credit method) beitt í því skyni að koma í veg fyrir tvísköttun og einnig er að finna ákvæði um aðstoð við innheimtu skatta.

Framundan er vinna að fullgildingu samningsins í báðum samningsríkjum. Vonast er til að samningurinn geti komið til framkvæmda 1. janúar 2016.

Samningur milli Íslands og Georgíu til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur

Agreement between Iceland and Georgia for the avoidance of double taxation and the prevention of fiscal evasion with respect to taxen on income

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum