Hoppa yfir valmynd
28. mars 2007 Utanríkisráðuneytið

Fundur utanríkisráðherra með William Hague

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 046

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti nú síðdegis fund með William Hague fyrrverandi formanni Íhaldsflokksins á Bretlandi og núverandi talsmanni flokksins í utanríkismálum.

Á fundinum greindi utanríkisráðherra meðal annars frá viðræðum íslenskra stjórnvalda við grannríki á norðanverðu Atlantshafi um öryggis- og varnarmál. Einnig voru rædd málefni Evrópusambandsins og alþjóðamál, einkum Írak, Afganistan og Íran.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum