Hoppa yfir valmynd
21. nóvember 2011 Innviðaráðuneytið

Minningarathöfn um þá sem farist hafa í umferðarslysum

Efnt var til minningarathafnar um þá sem farist hafa í umferðarslysum við Landspítalann í Fossvogi í gær með einnar mínútu þögn. Sameinuðu þjóðirnar hafa frá árinu 1993 tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu.

Minnst var þeirra sem látist hafa í umferðarslysum með einnar mínútu þögn í gær.
Minnst var þeirra sem látist hafa í umferðarslysum með einnar mínútu þögn í gær.

Starfshópur innanríkisráðuneytisins um áratug aðgerða í umferðaröryggismálum stóð fyrir athöfninni. Fulltrúar starfsstétta sem koma við sögu þegar slys verða, svo sem lögreglu, sjúkraflutningamanna, heilbrigðsstétta, björgunarsveita og Landhelgisgæslunnar voru viðstaddir. Minningarathöfn var einnig í morgun á þyrlupallinum við sjúkrahúsið á Akureyri.

Minnst var þeirra sem látist hafa í umferðarslysum með einnar mínútu þögn í gær.

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti ávarp við upphaf athafnarinnar og lauk því með því að biðja viðstadda um að minnast þeirra sem farist hafa í umferðarslysum með einnar mínútu þögn.

Minnst var þeirra sem látist hafa í umferðarslysum með einnar mínútu þögn í gær.Að henni lokinni sögðu nokkur orð þeir Leifur Halldórsson rannsóknarlögreglumaður, Viðar Magnússon, læknir á bráðamóttöku LSH, og Oddur Eiríksson sjúkraflutningamaður. Greindu þeir frá reynslu frá störfum sínum á vettvangi og við aðhlynningu og meðferð slasaðra. Að athöfn lokinni heilsuðu forseti og aðrir viðstaddir uppá starfsfólk bráðamóttöku og færði þeim hressingu. Forseti skoðaði meðal annars kapellu bráðamóttökunnar en þar er sinnt aðstandenum þeirra sem látist hafa í slysum.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum