Hoppa yfir valmynd
14. nóvember 2023 Matvælaráðuneytið

Matvælaþing 2023 hefst á morgun

Matvælaþing 2023 hefst á morgun

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra opnar Matvælaþing 2023 í Hörpu á morgun, 15. nóvember.

Hringrásarhagkerfið, í samhengi við nýsamþykkta matvælastefnu til ársins 2040, er meginviðfangsefni þingsins sem er nú haldið í annað sinn.

Á þinginu myndast vettvangur fyrir samræðu milli neytenda, stjórnvalda og framleiðenda um matvæli í hringrásarhagkerfinu. Þær fjölmörgu og ólíku starfsgreinar sem koma að framleiðslu vinnslu og dreifingu matvæla á Íslandi koma saman undir einu þaki á þinginu.

Gestafyrirlesararnir Ladeja Godina Košir frá Circular Change samtökunum í Slóveníu og Anne Pøhl Enevoldsen frá dönsku matvælastofnuninni munu flytja erindi um innleiðingu hringrásarhagkerfis í matvælaframleiðslu á alþjóðlega vísu.

Frá Matvælaþingi 2022.

Einnig verða haldnir örfyrirlestrar og pallborð um afmörkuð efni s.s. nýtingu hráefnis, kolefnisspor og sóun í matvælakeðjunni á Íslandi, framleiðslu sem styður við hringrásarhagkerfið og framtíð matvælaframleiðslu.

Ari Eldjárn mun einnig stíga á stokk á þinginu og fjalla á sinn hátt um hringrásarhagkerfið og þær áskoranir sem þar blasa við okkur í daglegu lífi.

Matvælaþing er opið öllum þeim sem taka vilja þátt í samtali um stöðu matvælaframleiðslu í hringrásarhagkerfinu.

Húsið opnar kl. 08.45 og stendur þingið til 15.45.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi
14. Líf í vatni
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur
7. Sjálfbær orka
6. Hreint vatn og hreint
2. Ekkert hungur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum