Hoppa yfir valmynd
25. apríl 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Tekið á móti flóttafólki frá Kólumbíu

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna

Að tillögu Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra og Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra hefur ríkisstjórnin markað þá stefnu að tekið verði á móti hópi flóttamanna hér á landi á hverju ári.

Samkvæmt yfirlýsingu sem ráðherrarnir undirrituðu 15. febrúar síðastliðinn greiðir utanríkisráðuneytið kostnaðinn við móttöku flóttamanna en félagsmálaráðuneytið annast framkvæmdina í samvinnu við flóttamannanefnd, Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og Rauða kross Íslands.

Flóttafólk frá Kólumbíu

Flóttamannanefnd hefur í samráði við UNHCR ákveðið að taka á móti 25 til 30 manna hópi kvenna og barna sem flúði frá Kólumbíu til Ekvador í tengslum við verkefnið „Women at Risk“.

Reykjavík tekur við flóttafólkinu

Viðtökusveitarfélag verður Reykjavíkurborg samkvæmt ákvörðun velferðarráðs Reykjavíkurborgar í dag sem hefur fallist á beiðni félagsmálaráðuneytisins um að taka við flóttafólkinu.

Reynslan sýnir að Reykjavíkurborg er vel í stakk búin til að taka á móti flóttafólki, en þeim fjölskyldum sem komu frá Kólumbíu og Kósóvó árið 2005 hefur vegnað vel.

Verklag til fyrirmyndar

Vinnubrögð íslenskra stjórnvalda við móttöku flóttamanna hafa vakið athygli á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og er áhugi á því af hálfu UNHCR að nýta það verklag sem fyrirmynd.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum