Hoppa yfir valmynd
25. febrúar 2001 Utanríkisráðuneytið

Nr. 004, 26. febrúar 2001 Breytingar á skipan sendiherra í utanríkisþjónustunni

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 004


Utanríkisráðherra hefur ákveðið að gera eftirfarandi breytingar á skipan sendiherra í utanríkisþjónustunni:
Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, tekur við embætti sendiherra Íslands í Ottawa þegar það sendiráð tekur til starfa 1. maí n.k. Hjálmar hefur gegnt núverandi stöðu frá 1998.
Stefán Skjaldarson, sendifulltrúi og skrifstofustjóri almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins hefur verið skipaður sendiherra í utanríkisþjónustunni frá og með 15. þ.m. og tók við stöðu skrifstofustjóra alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins frá sama tíma. Stefán hefur gegnt núverandi stöðu frá árinu 1999.
Benedikt Ásgeirsson, sendiherra og skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, tók við starfi skrifstofustjóra almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins 15. þ.m. auk þess að taka við nýjum verkefnum á sviði langtíma stefnumótunar fyrir utanríkisþjónustuna. Benedikt hefur gegnt núverandi stöðu frá 1999.
Gunnar Gunnarsson, sendiherra, tók við stöðu skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins frá 15. þ.m. Gunnar hefur haft yfirumsjón með nærsvæðasamstarfi, málefnum Norðurskautsráðsins og afvopnunarmálum frá 1998.
Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra og skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, tekur við starfi fastafulltrúa Íslands hjá EFTA og alþjóðastofnunum í Genf frá 1. ágúst n.k. Stefán hefur gegnt núverandi stöðu frá 1999.
Grétar Már Sigurðsson, sendifulltrúi og varaframkvæmdastjóri EFTA í Genf hefur verið skipaður sendiherra í utanríkisþjónustunni frá og með 15. þ.m. og tekur við starfi skrifstofustjóra viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins frá 1. september n.k.
Ingimundur Sigfússon, sendiherra Íslands í Berlín, tekur við starfi sendiherra Íslands í Tokýó þegar það sendiráð tekur til starfa 1. september n.k. Ingimundur hefur gegnt núverandi embætti frá árinu 1995.
Jón Egill Egilsson, sendiherra Íslands í Moskvu, tekur við embætti sendiherra Íslands í Berlín hinn 1. ágúst n.k. Jón Egill hefur gegnt núverandi embætti frá 1998.
Benedikt Jónsson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá EFTA og alþjóðastofnunum í Genf, tekur við starfi sendiherra Íslands í Moskvu frá 1. ágúst. Benedikt hefur gegnt núverandi embætti frá 1996.
Sveinn Björnsson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu í Strassborg, tekur við stöðu prótókollstjóra í utanríkisráðuneytinu frá 1. ágúst n.k. Sveinn hefur gegnt núverandi embætti frá 1997.
Hörður Bjarnason, sendiherra Íslands í Stokkhólmi, tekur við starfi fastafulltrúa Íslands hjá Evrópuráðinu í Strassborg hinn 1. ágúst n.k. Hörður hefur gegnt núverandi embætti frá 1996.
Svavar Gestsson, sendiherra og aðalræðismaður Íslands í Winnipeg, tekur við starfi sendiherra Íslands í Stokkhólmi frá 15. júní n.k. Svavar hefur gegnt núverandi embætti frá 1999.
Björn Dagbjartsson, fyrrv. framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, hefur verið skipaður sendiherra í utanríkisþjónustunni frá 15. febrúar n.k. og tekur við embætti sendiherra Íslands í Mosambík frá 1. apríl n.k.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 26. febrúar 2001.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum