Hoppa yfir valmynd
15. október 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra velferðarráðuneytis

89 umsóknir bárust um embætti ráðuneytisstjóra nýs velferðarráðuneytis, sem verður til 1. janúar 2011 með sameiningu heilbrigðisráðuneytisins og félags- og tryggingamálaráðuneytisins.  

Embættið var auglýst 28. september og rann umsóknarfrestur út 13. október.  

Guðbjartur Hannesson, heilbrigðisráðherra og félags- og tryggingamálaráðherra, ákvað að fela þriggja manna hæfnisnefnd að fara yfir umsóknir um embættið. Í nefndinni eiga sæti dr. Ásta Bjarnadóttir, vinnu- og skipulagssálfræðingur, sem er formaður nefndarinnar, Arnar Þór Másson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu og Stefán Ólafsson, prófessor.  

Í erindisbréfi nefndarinnar kemur fram að hún skuli vera ráðherra til fulltingis við undirbúning skipunar í embættið. Nefndin skal skila ráðherra skriflegu mati á hæfni umsækjenda innan tveggja vikna frá því að umsóknarfresti lýkur.

Skipað verður í embættið hið fyrsta og mun nýr ráðuneytisstjóri taka þátt í vinnu verkefnisstjórnar við undirbúning að stofnun nýs velferðarráðuneytis.

Helstu verkefni nýs velferðarráðuneytis varða almannatryggingar, barnavernd, félagslega aðstoð, félagsþjónustu sveitarfélaga, heilbrigðisþjónustu á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum, heilsugæslu, húsnæðismál, jafnréttismál, lyfjamál, lýðheilsumál, málefni aldraðra, fatlaðra, fjölskyldna og innflytjenda, skuldamál heimilanna og vinnumarkaðsmál.

Erindisbréf hæfnisnefndar

Listi yfir umsækjendur um embætti ráðuneytisstjóra velferðarráðuneytis

 

Umsækjendur um embætti ráðuneytisstjóra velferðarráðuneytis eru (í stafrófsröð): 

  • Aðalbjörg Sigurðardóttir, læknaritari
  • Aníta Hólm Sigurðardóttir, ræstitæknir
  • Anna Elísabet Ólafsdóttir, MBA og M.Sc.
  • Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri
  • Ásgeir Böðvarsson, læknir
  • Ásta Laufey Þórarinsdóttir, skrifstofustjóri
  • Berglind Erlingsdóttir, læknaritari
  • Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri
  • Björk Halldórsdóttir, sjúkraliði
  • Björn Helgason, verkfræðingur
  • Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri
  • Brynhildur Gísladóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Dagbjört Eysteinsdóttir, starfsmaður í umönnun
  • Daníel Borgþórsson, kerfisstjóri
  • Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur
  • Edda Björg Sverrisdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Elfa Breiðfjörð Helgadóttir, sjúkraliði
  • Elfa Ósk Jónsdóttir, starfsmaður í umönnun
  • Elín Sigurborg Harðardóttir, næringarráðgjafi
  • Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
  • Emil Ragnarsson, húsvörður
  • Erla Vilborg Hreiðarsdóttir, ræstitæknir
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson, sjúkraflutningamaður
  • Eyvör Gunnarsdóttir, ræstingastjóri
  • Friðrik Jónsson, sjúkraflutningar/eignaumsýsla
  • Frímann Sveinsson, yfirmatreiðslumeistari
  • Gabriela Kordula Lecka, ræstitæknir
  • Guðbjartur Ellert Jónsson, fjármálastjóri
  • Guðlaug Sigmarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Guðrún Árný Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Guðrún Guðbjartsdóttir, innkaupastjóri
  • Guðrún Guðmundsdóttir, starfsmaður í umönnun
  • Guðrún K. Aðalsteinsdóttir, geislafræðingur
  • Guðrún Magnúsdóttir, læknaritari
  • Guðrún S. Steingrímsdóttir, ræstitæknir
  • Guðrún Sigtryggsdóttir, sjúkraliði
  • Guðrún Sigurðardóttir, sjúkraliði
  • Gunnar Rafn Jónsson, læknir
  • Hafdís Austfjörð Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Hallfríður Egilsdóttir, starfsstúlka í eldhúsi
  • Hallgrímur Hreiðarsson, læknir
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir, kennari
  • Helga K. Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður í eldhúsi
  • Hólmfríður Arnbjörnsdóttir, sjúkraliði
  • Hulda Sigríður Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir
  • Ingibjörg Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri
  • Ingimar Einarsson, skrifstofustjóri
  • Ingunn Líney Indriðadóttir, hjúkrunarfræðingur
  • J. Dagmar Erlingsdóttir, deildarstjóri ritara
  • Jófríður Hallsdóttir, starfsmaður í eldhúsi
  • Jóhanna Björnsdóttir, launafulltrúi
  • Jóhannes Ágústsson, magister
  • Jóna Birna Þóroddsdóttir, starfsmaður í umönnun
  • Kaja Martina Kristjánsdóttir, sjúkraliðanemi
  • Katrín Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Kornína B. Óskarsdóttir
  • Kristey Þráinsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Kristín Arinbjarnardóttir, aðalbókari
  • Kristín Baldursdóttir, sjúkraliði
  • Kristín Elfa Björnsdóttir, sjúkraliði
  • Kristjana E. Gunnarsdóttir, ræstitæknir
  • Kristjana Lilja Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Kristrún Sigtryggsdóttir, félagsliði í umönnun
  • Laufey Jóhanna Jóhannesdóttir, sjúkraliði
  • Magnea Þórarinsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Margrét G. Þórhallsdóttir, sjúkraliði
  • Málfríður Þorsteinsdóttir, starfsmaður í umönnun
  • Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir
  • Ragna Árnadóttir, lögfræðingur
  • Ragnhildur Þorgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Regína Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri
  • Sesselja Fornadóttir, starfsstúlka í eldhúsi
  • Sigríður Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Sigríður Jónsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur
  • Sigríður Krístín Þórhallsdóttir, matartæknir
  • Sigrún Aðalgeirsdóttir, símritari
  • Sigrún Harðardóttir, félagsliði
  • Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur
  • Sigurbjörg Sveinbjörnsdóttir, ræstitæknir
  • Sigurlaug Elmarsdóttir, lyfjafræðingur
  • Sigurlína Benediktsdóttir, ræstitæknir
  • Sigurrós Þórarinsdóttir, sjúkraliði
  • Soffía B. Sverrisdóttir, geislafræðingur
  • Sólveig Ómarsdóttir, móttökuritari
  • Sólveig Pétursdóttir, læknir
  • Unnsteinn Júlíusson, læknir
  • Unnur Ilona Michaelsdóttir, sjúkraliði
  • Vera Kjartansdóttir, aðstoðarmaður í eldhúsi
  • Vilborg Ingólfsdóttir, skrifstofustjóri

 

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum