Hoppa yfir valmynd
3. mars 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Flugvellirnir Egilsstöðum og Akureyri styrktir fyrir aukið millilandaflug

F.v. Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra og Jóna Árný Þórðardóttir framkvæmdarstjóri Austurbrúar saman komnar í flugturninum á Egilsstöðum.  - myndGunnar Gunnarsson

Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra hefur ákveðið að veita fjármuni í að efla kynningu á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum sem alþjóðaflugvöllum. Undirritaði hún samninga við Markaðsstofu Norðurlands og Austurbrú í flugturninum á Egilsstöðum af því tilefni en verkefninu er einnig ætlað að efla markaðssetningu á Norður- og Austurlandi sem vænlegum áfangastöðum fyrir beint millilandaflug.

„Við viljum stuðla að aukinni dreifingu ferðamanna um land allt og eru bein millilandaflug skilvirk tæki til þess. Norður- og Austurland hafa mikið að bjóða fyrir ferðalanga. Gæði gisti- og veitingastaða eru mikil, innviðir hafa eflst verulega og afþreying aukist til muna. Við viljum skapa hagfelld skilyrði fyrir eflingu ferðaþjónustu um allt land og á sama tíma stuðla að fleiri möguleikum í samgöngum til útlanda fyrir íbúa svæðanna. Í því felast ákveðin lífsgæði,‘‘ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra.

Með samningunum styrkir menningar- og viðskiptaráðuneytið Markaðsstofu Norðurlands og Austurbrú um 20 m.kr hvora eða samtals 40 m.kr. Verður fjármununum meðal annars varið framleiðslu á efni fyrir áfangastaðina, þátttöku í ferðasýningum og viðburðum, samskipti við ferðastofur og ferðaheildsala og ýmsa eftirfylgni tengda markaðssetningunni á flugvöllunum.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum