Hoppa yfir valmynd
7. mars 2013 Innviðaráðuneytið

Hádegisverðarfundur á þriðjudag um aukna þátttöku íbúa í stjórnun sveitarfélaga

Hádegisverðarfundur um aukna þátttöku íbúa í stjórnun sveitarfélaga verður haldinn í Iðnó í Reykjavík þriðjudaginn 12. mars næstkomandi. Að fundinum standa auk innanríkisráðuneytisins Samband íslenskra sveitarfélaga og samtökin Initiative and Referendum Institute Europe.

Aðalerindið flytur Bruno Kaufmann, sveitarstjórnarmaður í Falun í Svíþjóð og formaður evrópskra samtaka um beint lýðræði. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga fjallar um efnið: Ríki og sveitarfélög, samstarf á jafnréttisgrundvelli? Lokaerindið flytur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og er yfirskrift þess: Búið í haginn fyrir lýðræðið. Að loknum erindunum er gefinn kostur á fyrirspurnum og umræðum.

Fundurinn hefst klukkan 12 og stendur til 13.30. Boðið verður uppá súpu og brauð. Þeir sem hyggjast sækja fundinn eru beðnir að skrá sig á netfangið [email protected] fyrir miðnætti mánudagskvöldið 11. mars.

Dagskrá:

 

Klukkan 12.00:

Inga Sigrún Atladóttir, bæjarfulltrúi í Vogum og fundarstjóri: Dagskrá kynnt

Klukkan 12.05:

Bruno Kaufmann, formaður samtakanna Initiative and Referendum Institute Europe og formaður lýðræðisráðs og kjörstjórnar í Falun, Svíþjóð: Democracy City - towards a local supportive infrastructure for participative democracy.

Klukkan 12.25:

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga: Ríki og sveitarfélög. Samstarf á jafnréttisgrundvelli? 

Klukkan 12.35:

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra: Búið í haginn fyrir fyrir lýðræðið.

Klukkan 12.45 – 13.30:

Fyrirspurnir og almennar umræður.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum