Hoppa yfir valmynd
30. janúar 2020

Umfjöllun um efnahags- og umhverfismál á Íslandi á FranceInfo

Kristján Andri Stefánsson sendiherra var í vikunni gestur í beinni útsendingu morgunþáttar sjónvarpsstöðvarinnar FranceInfo. 

Kristján Andri sat fyrir svörum hjá þekktum fréttamanni, Jean Paul Chapel, í innslagi um efnahags- og umhverfismál þar sem komið var inná uppbyggingu efnahagslífsins og hlut ferðaþjónustu í því, hagnýtingu orkuauðlindanna og uppbyggingu orkuveita í strjálbýlu landi, markmið Íslands í loftslagsmálum og í tengslum við það áætlun um orkuskipti í samgöngum.

Eftirfarandi er slóð að viðtalinu og umfjöllun um það: https://www.francetvinfo.fr/replay-magazine/franceinfo/l-eco/l-eco-du-mardi-28-janvier-2020_3802895.html

Kristján Andri sat fyrir svörum hjá fréttamanninum Jean-Paul Chapel í þættinum :l'éco

 

 

 

 

 

Kristján Andri sat fyrir svörum hjá fréttamanninum Jean-Paul Chapel í þættinum :l'éco

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum