Hoppa yfir valmynd
1. apríl 2003 Utanríkisráðuneytið

Sendiráðið í Moskvu til aðstoðar í viðskiptum við Rússland

Nr. 031

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Í tengslum við málþing um fjárfestingar og viðskiptatækifæri í Rússlandi, vill VUR gefa þeim sem þess óska kost á að ræða sín hagsmunamál við fulltrúa utanríkisþjónustunnar í sendiráðinu í Moskvu. Í þessu skyni verða sendiherra Íslands í Moskvu, Benedikt Jónsson og Marina Buinovskaya, viðskiptafulltrúi, til viðtals í Utanríkisráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, 105 Reykjavík, fimmtudaginn 3. apríl frá kl. 14:00- 16:00.

Tekið verður á móti tímapöntunum í síma 545 9900. Ljóst er að aukinn áhugi er meðal Íslendinga á þessum vaxandi markaði og hefur sendiráðið gert sér far um að vera fyrirtækjum innan handar við að fóta sig í nýju umhverfi.

Um leið og áhugasömum aðilum er bent á að skrá sig á málþing VUR um viðskipti og fjárfestingar í Rússlandi, er hér með komið á framfæri leiðréttu netfangi vegna skráninga, sem er: [email protected]. Málþingið verður í utanríkisráðuneytinu fimmtudaginn 3. apríl kl 9:30 - 12:00. Öllum er heimil þátttaka.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 1. apríl 2003


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum