Hoppa yfir valmynd
13. maí 2009 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Stofnanir samgönguráðuneytis fá viðurkenningar

Tvær stofnanir sem heyra undir samgönguráðuneytið hafa fengið viðurkenningar fyrir að skara framúr í könnun SFR - stéttarfélags í almannaþágu. Umferðarstofa var kjörin stofnun ársins og Siglingastofnun hástökkvari ársins.

Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri Umferðaröryggissviðs og staðgengill forstjóra, veitti viðurkenningunni viðtöku og á vef Umferðarstofu segir hann að Umferðarstofa leggi mikla áherslu á góða starfsmannastjórnun. Til að ná þeim markmiðum væru reglulega gerðar kannanir og mælingar á líðan og árangri starfsmanna.

Siglingastofnun Íslands var í hópi fimm stærri stofnana sem fengu útnefningu í flokknum ,,Stofnun ársins 2009” og hlaut auk þess titilinn ,,Hástökkvari ársins”. Þá nafnbót hlýtur Siglingastofnun fyrir þann afbragðsgóða árangur að hækka sig um heil 82 sæti á milli ára og ber að þakka hann samhentum hópi úrvals starfsmanna sem hver og einn hafa lagt sitt af mörkum til að efla góðan vinnustað.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira