Hoppa yfir valmynd
27. september 2018 Forsætisráðuneytið

Eðlilegt að þjóðin fái beinan og sýnilegan arð af auðlindinni

Ávarp forsætisráðherra á Sjávarútvegsdeginum 2018 - mynd
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flutti opnunarávarp á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu í gær. Í ávarpi sínu fór Katrín yfir sögu íslensks sjávarútvegs, stöðu hans á alþjóðavísu og hversu langt greinin og hátæknifyrirtæki tengd sjávarútvegi eru komin í því að kortleggja næstu skref í þróun atvinnugreinarinnar og vinnuhátta.

Þá ræddi forsætisráðherra mikilvægi þess að auðlindaákvæði verði hluti af þeim stjórnarskrárbreytingum sem fyrirhugaðar eru á kjörtímabilinu. Að lokum ræddi ráðherra nýja tillögu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að fyrirkomulagi veiðigjalda en markmið breytinganna væri gagnsæi og einfaldleiki þar sem álagning miðast við afkomu nær í tíma en nú er gert: „Það er eftirtektarvert að smám saman hefur aukin samstaða skapast um það á hinu pólitíska sviði að það sé eðlilegt að þjóðin fái beinan og sýnilegan arð af auðlindinni og þeir sem fái að yrkja þessa sameiginlegu auðlind, sem og aðrar auðlindir, greiði fyrir það gjald. Sömuleiðis tel ég að aukin samstaða hafi skapast um það að það sé eðlilegt að það gjald taki mið af afkomu,” sagði forsætisráðherra m.a. í ávarpi sínu.

Sjávarútvegsdagurinn er haldinn í samstarfi við Deloitte, Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Ávarp forsætisráðherra má lesa í heild sinni hér - Sjávarútvegsdagurinn 2018 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum