Hoppa yfir valmynd
23. mars 2016 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Frumvarp um breytingar á fráveitugjaldi samþykkt

Alþingi hefur samþykkt frumvarp um breytingu á lögum nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna. Markmiðið með breytingunum er að treysta grundvöll álagningar fráveitugjalds á vegum fráveitna sveitarfélaga fyrir þjónustu sem þær veita. Í því skyni er farin sú leið að innheimta gjaldsins byggist á sjónarmiðum um þjónustugjöld.

Með lagabreytingunni var brugðist við dómi Hæstaréttar vegna máls sem varðaði innheimtu fráveitugjalds, til að treysta lagagrundvöll vegna gjaldtökunnar. Miðað er við að gjaldanda standi þjónustan til boða þegar tenging er við hendi við lóðarmörk. Í uppbyggingu og rekstri fráveitna felast mikilvæg hollustumál og það fer í bága við markmið laganna ef eigendum eða umráðamönnum fasteigna væri heimilt að velja hvort og hvernig þeir tengjast fráveitu.

Í lögunum er kveðið á um að gjaldið skuli vera hlutfall af fasteignamati fasteignar í heild en þó aldrei hærra en 0,5% af heildarmatsverði hennar. Sérregla gildir þegar matsverð fasteignar liggur ekki fyrir. Eigandi eða umráðamaður fasteignar getur óskað eftir að gjaldið taki mið af því ef tilteknir hlutar fasteignar geta ekki af landfræðilegum eða tæknilegum ástæðum tengst vatnsveitu eða fráveitu. Þá skulu hlunnindi, ræktað land og önnur sérstök réttindi sem eru hluti fasteignar vera undanþegin álagningnu gjaldanna ef þau mynda umtalsverðan hluta af matsverði. Tilgangur þessara reglna er að tryggja jafnræði gjaldenda og að álagning gjaldsins hafi skýra lagastoð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum