Hoppa yfir valmynd
4. október 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 4. október 2011

Mætt: Lára Björnsdóttir formaður, Alexandra Þórlindsdóttir, tiln. af innanríkisráðuneyti, Björg Bjarnadóttir, tiln. af KÍ, Garðar Hilmarsson, tiln. af BSRB, Hannes Ingi Guðmundson, frá Umboðsmanni skuldara, Guðríður Ólafsdóttir og Hrefna K. Óskarsdóttir, frá ÖBÍ og Þroskahjálp, Guðrún Eyjólfsdóttir, tiln. af SA, Gyða Hjartardóttir, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kristján Sturluson, tiln. af Rauða krossi Íslands, Salbjörg Bjarnadóttir, frá landlækni, Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, tiln. af velferðarráðherra, Margrét Sæmundsdóttir, tiln. af iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, Ragnheiður Bóasdóttur, tiln. af mennta- og menningarmálaráðuneyti, Stella K. Víðisdóttir, tiln. af Reykjavíkurborg, Valgerður Halldórsdóttir, tiln. af BHM, Vilborg Oddsdóttir, tiln. af Biskupsstofu, Þórhildur Þorleifsdóttir, formaður Jafnréttisráðs, tiln. af velferðarráðherra, Lovísa Lilliendahl, verkefnisstjóri velferðarvaktarinnar á Suðurnesjum, Ingibjörg Broddadóttir og Þorbjörn Guðmundsson starfsmenn.

Markmið starfsdagsins var að leggja drög að vetrastarfinu með því að horfa um öxl og fram á veginn. Meðal annars verði fyrsta skýrsla vaktarinnar skoðuð og tillögur hennar gegnum árin.

Starfsdagurinn hófst með ávarpi formanns.

Í framhaldinu fjallaði Kolbeinn Stefánsson um vinnu, fjölskyldulíf og velferð: Ísland fyrir og eftir bankahrun. Sjá kynningu hér: http://www.velferdarraduneyti.is/velferdarvaktin/FrettirVelferd/nr/33050

Að kynningu lokinni fór fram starf í fjórum vinnuhópum sem í framhaldi kynntu niðurstöður sínar og umræður fylgdu á eftir.

IB mun taka niðurstöður saman og verður fjallað um þær á næsta fundi velferðarvaktarinnar.

Næsti fundur verður 18. október nk.

Fundargerð ritaði Ingibjörg Broddadóttir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum