Hoppa yfir valmynd
25. september 2015 Innviðaráðuneytið

Telja ávinning af mögulegum flutningi verkefna innheimtustofnunar sveitarfélaga til ríkisins

Innanríkisráðuneytið hefur fengið skýrslu KPMG um mögulegan ávinning af því að flytja verkefni sem nú eru hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga til dæmis til sýslumannsembætta eða til Tryggingastofnunar ríkisins. Telur KPMG að fjárhagslegur ávinningur geti verið af því að flytja umrætt verkefni. Stjórn Innheimtustofnunar gerir verulegar athugsemdir við skýrslu KPMG.

Innanríkisráðuneytið fékk KPMG til þess í október síðastliðnum að kanna faglegan og fjárhagslegan ávinning af því að færa verkefni sem nú eru hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga til stofnunar eða stofnana á vegum ríkisins. Helst var horft á flutning verkefnanna til eins eð fleiri sýslumannsembætta eða til Tryggingastofnunar ríkisins. Verkefni KPMG var að greina kosti og galla þess að færa verkefnin frá Innheimtustofnun sveitarfélaga eftir þessum tveimur leiðum og bera þær saman við núverandi fyrirkomulag.

KPMG var falið að gera tillögu um hvort heppilegt sé að gera breytingar og að leitast við að meta og útfæra bestu leiðina.

Meðal þess sem KMPG kemst að er að ábyrgð málaflokksins verði færð alfarið til ríkisins og að lögð verði af milliganga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Þá segir í skýrslunni að helsti kostur þess að innheimta meðlags verði áfram hjá sjálfstæðri stofnun sé að þannig skapist tækifæri til einfalda stjórnsýslu við innheimtuna og skapa umgjörð til að bjóða innheimtuna út til annarra stofnana eða einkaaðila. Þá telur KPMG að meðal kosta við að flytja innheimtuna til sýslumanna sé að fjölga innheimtuverkefnum þeirra og efla þar með núverandi innheimtustarfsemi. Einnig telur KPMG að heppilegast sé að færa innheimtu meðlaga til Tryggingastofnunar og telur það hafa ýmsa kosti í för með sér að útborgun meðlaga og innheimta sé á hendi sömu stofnunar. Skýrslan var kynnt á ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í vikunni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum