Hoppa yfir valmynd
19. september 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Til umsagnar: Breyting á lögum um heilbrigðisþjónustu

Drög að frumvarpi heilbrigðisráðherra um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu hafa verið birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Markmið áformaðra breytinga er að samræma lög um heilbrigðisþjónustu við áherslur heilbrigðisstefnu til ársins 2030 sem samþykkt var á Alþingi í júní síðastliðnum.

Með heilbrigðisstefnunni hefur verið mótuð framtíðarsýn fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030. Í henni segir meðal annars að löggjöf um heilbrigðisþjónustu skuli vera skýr og að lögin skuli kveða afdráttarlaust um hlutverk heilbrigðisstofnanna og annarra sem veita heilbrigðisþjónustu og hvernig samskiptum þeirra skuli háttað.

Markmiðið með heilbrigðisstefnunni er að skapa heildrænt kerfi sem tryggir notendum samfellda þjónustu á réttu þjónustustigi þar sem hagkvæmni og jafnræðis er gætt.

Í frumvarpsdrögunum er m.a. lagt til að skilgreind verði þrjú stig heilbrigðisþjónustu til samræmis við heilbrigðisstefnu, lagðar eru til breytingar sem ætlað er að skýra hlutverk heilbrigðisstofnana auk þess sem breytingar eru gerðar á kafla laganna um stjórnir heilbrigðisstofnana.

Frestur til að skila umsögnum um frumvarpsdrögin er til 2. október næstkomandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum