Hoppa yfir valmynd
26. apríl 2022 Matvælaráðuneytið

Matvælaráðherra bætir 1.500 tonnum af þorski við strandveiðipott

Matvælaráðherra bætir 1.500 tonnum af þorski við strandveiðipott - myndistock/James Martin

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað nýja reglugerð um strandveiðar. Alls verða nú 10.000 tonn af þorski í strand­veiðipott­in­um á þessu tíma­bili, þar af 1.500 tonn sem skiluðu sér af skiptimörkuðum á útmánuðum og ráðherra ákvað að bæta í strandveiðipottinn. Hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemur því 4,5% og hefur ekki hefur svo stórum hluta aflans áður verið úthlutað til strandveiða.

Þessari ákvörðun er ætlað að festa strandveiðar enn ­betur í ­sessi, en í dag fá margar fjöl­skyldur hluta sinna heimilistekna frá strandveiðum. Sá afli sem­ er til ráðstöf­un­ar fyrir strandveiðar hverju sinni miðast við ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­unar og ákvörðun ráðherra um ­leyfi­legan ­heild­arafla.

Brátt hefst fjórtánda strandveiðisumarið frá því strandveiðum var komið á, en strandveiðar eru stundaðar frá maí til ág­úst. Grunnhugsunin að baki strand­veiðum er að stunda megi veiðar með strönd­inni á sjálf­bær­an og ábyrg­an hátt en jafnframt opna möguleika fyrir þau sem ekki hafa yfir aflamarki að ráða á að reyna fyr­ir sér í sjáv­ar­út­vegi.

„Ég hef fengið fjölda erinda frá strandveiðimönnum þar sem ég hef verið hvött til að taka til skoðunar hvernig bæta megi kerfið þannig að verðmæta­sköp­un verði sem mest og jafn­ræði landsvæða sem best. Þessa hvatningu tek ég alvarlega og og hef ég sett slíka vinnu af stað. Mik­il­vægt er að strand­veiðar verði áfram tryggðar í þágu byggða, sjálf­bærni og fæðuör­yggis­,“ segir Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra.

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
14. Líf í vatni
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
10. Aukinn jöfnuður
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum