Hoppa yfir valmynd
3. september 2013 Innviðaráðuneytið

Heildarendurskoðun á reglum um fjárfestingar útlendinga

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að tillögu innanríkisráðherra að hefja undirbúning að endurskoðun á lögum og reglum er varða fjárfestingar og afnotarétt útlendinga á fasteignum hér á landi. Markmið endurskoðunar yrði meðal annars að tryggja að skýr lög og reglur gildi á þessu sviði. Mikilvægt er að treysta lagalegan grunn erlendra fjárfestinga og tryggja að ákvarðanir tengdar þeim byggist á skýrum almennum reglum en ekki á undanþáguákvæðum eða ívilnunum.

Verkefnið tekur fyrst og fremst til heildarendurskoðunar laga um nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna og reglugerðar settrar á þeim grunni. Í því samhengi verði allt lagaumhverfi skoðað er varðar eigna- og afnota fasteigna hér á landi, svo sem jarðalög, ábúðarlög, lög um ívilnun vegna fjárfestinga og fleiri. Skoðuð yrði einnig þörf fyrir sérreglur og vernd er varðar bújarðir og landsvæðis sem meðal annars er nýtt til landbúnaðar og/eða hefur sérstaka þýðingu fyrir íslenska hagsmuni og umhverfisvernd.

Skipuð verði nefnd fulltrúum innanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og umhverfisráðherra, sem skili áfangaskýrslu til ráðherra eigi síðar en í apríl 2014.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum