Hoppa yfir valmynd
12. júlí 2016 Dómsmálaráðuneytið

Staða Íslands í mansalsmálum samkvæmt skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins

Skýrsla bandaríska utanríkisráðuneytisins. - mynd
Út er komin árleg skýrsla bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal. Í henni er fjallað um ástand mála í ríkjum heimsins og aðgerðir stjórnvalda til að takast á við mansal. Ríki eru flokkuð í fjóra flokka, eftir því hver staðan er. Ísland er flokkað í besta flokk í skýrslunni, svo sem verið hefur á undanförnum árum.

Er þar sérstaklega tekið tillit til vaxandi áherslu sem íslensk stjórnvöld hafa lagt á þennan málaflokk. Í skýrslunni eru jafnframt settar fram fjölmargar tillögur að frekari úrbótum hér á landi.

Skýrsluna má sjá hér. Umfjöllunin um Ísland er á bls. 197-199.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum