Hoppa yfir valmynd
7. desember 2018

Víkingur Heiðar hélt tónleika í Berwaldhallen

Píanóleikaranum Víkingi Heiðari Ólafssyni var afar vel tekið á tónleikum sínum í Berwaldhallen í Stokkhólmi í gær þar sem hann flutti verkið Processions eftir Daníel Bjarnason og píanóutúgáfu fyrstu aríu verksins Wiederstehe doch die Sünde eftir Bach. Þá flutti sinfóníuhljómsveit sænska ríkisútvarpsins verkið Dreaming eftir Önnu Þorvaldsdóttur og Symfoni nr 6 eftir Tjajkovski, undir stjórn Gustavo Gimeno. 

Að tónleikunum loknum bauð sendiherra Íslands, Estrid Brekkan, til móttöku Víkingi til heiðurs í embættisbústað sendiherra. 

 

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum