Hoppa yfir valmynd
9. nóvember 2001 Utanríkisráðuneytið

Íslenskir kosningaeftirlitsmenn til Kosóvó.

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 110


Héraðsþingskosningar fara fram í Kosóvó-héraði laugardaginn 17. nóvember næstkomandi og mun utanríkisráðuneytið senda þrjá Íslendinga til kosningaeftirlits á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sem hefur yfirumsjón með kosningunum. Þeir eru Ögmundur Jónasson, alþingismaður, Jón Ólafsson, forstöðumaður Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands og Finnbogi Rútur Arnarson, sendiráðunautur. Kosið verður til héraðsþings til þriggja ára samkvæmt stjórnarskrárramma fyrir sjálfstjórn Kosóvó-héraðs. Rúmlega 1,2 milljónir manna eru á kjörskrá. Um 2000 alþjóðlegir eftirlitsmenn ÖSE munu hafa umsjón og eftirlit með kosningunum. Þátttaka Íslands í kosningaeftirlitinu er liður í auknu framlagi utanríkisráðuneytisins til uppbyggingar- og friðarstarfs á Balkanskaga, sem fram fer á vegum ÖSE, Sameinuðu þjóðanna og NATO.

Nánari upplýsingar um héraðsþingskosningarnar má finna á heimasíðu ÖSE á slóðinni www.osce.org og alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins (Auðunn Atlason, sendiráðsritari).



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 9. nóvember 2001.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum