Hoppa yfir valmynd
25. ágúst 2016 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra leggur fram frumvarp til stjórnarskipunarlaga

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra lagði í dag fram á Alþingi frumvarp til stjórnarskipunarlaga . Frumvarpið er lagt fram sem þingmannafrumvarp. Það er efnislega samhljóða tillögum þverpólitískrar stjórnarskrárnefndar sem afhentar voru forsætisráðherra í júlí síðastliðnum. Þar er lagt til að þrjár nýjar greinar bætist við stjórnarskrána, þ.e. um umhverfisvernd, náttúruauðlindir og þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu kjósenda. Nánari upplýsingar um störf stjórnarskrárnefndar má finna á stjornarskra.is.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum