Hoppa yfir valmynd
21. nóvember 2005 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Loftferðasamningar við Qatar og Mongólíu

Í síðustu viku var skrifað undir bókanir þess efnis að samkomulag hefði náðst um texta loftferðasamnings milli Ísland og Mongólíu annars vegar og Ísland og Qatar hinsvegar.

Skrifað undir loftferðasamning við Qatar
Loftferdasamningur

Ólíkt því frelsi sem kaupskip í siglingum búa við þarf í fluginu sérstök leyfi, frá flugmálayfirvöldum þeirra ríkja sem í hlut eiga, til flugs milli landa með farþega, farangur, farm og póst. Loftferðasamningar um flugréttindi veita í flestum tilvikum slík réttindi.

Forsenda útrásar íslenskra flugfélaga til ríkja utan EES er að hluta til bundin því að Ísland hafi loftferðasamninga sem heimila þeim flug í viðskiptalegum tilgangi. Undanfarin ár hafa samgönguráðuneytið og utanríkisráðuneytið lagt áherslu á að ná samkomulagi um loftferðasamninga við ríki utan EES. Sú áhersla hefur skilað sér í loftferðasamningum við Singapore, Makaó, Hong Kong, Kína, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Óman og Bahrain, Króatíu, Indland og nú síðast við Qatar og Mongólíu.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira