Hoppa yfir valmynd
17. febrúar 2021 Dómsmálaráðuneytið

Frumvarp um kynferðislega friðhelgi orðið að lögum

Frumvarp dósmálaráðherra um breytingar á almennum hegningarlögum sem varða kynferðislega friðhelgi var samþykkt á Alþingi í dag.

Tilefni lagasetningarinnar er aukið stafrænt kynferðisofbeldi í íslensku samfélagi. Engin einhlít skilgreining lá fyrir um hugtakið en með því er vísað til háttsemi sem felst í því að nýta stafræn samskipti til þess að búa til, dreifa eða birta kynferðislegt myndefni af öðrum í heimildarleysi. Slík brot geta þó einnig átt sér stað án þess að stafræn tækni sé nýtt.

Lögin fela í sér breytingar á ákvæðum í köflum almennra hegningarlaga er kveða á um kynferðisbrot annars vegar og friðhelgi einkalífs hins vegar. Þá er kveðið á um breytingu á lögum um meðferð sakamála til þess að tryggja virkni þeirra breytinga sem lagðar eru til á hegningarlögum. Lögin miða að því að styrkja réttarvernd einstaklinga með hliðsjón af þeim samfélagslegu breytingum sem hafa orðið með aukinni tæknivæðingu og viðhorfsbreytingum gagnvart kynferðisbrotum á Íslandi.

Nánar má lesa um lögin og feril frumvarpsins á vef Alþingis

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum