Hoppa yfir valmynd
14. október 2020 Dómsmálaráðuneytið

Nr. 342/2020 Úrskurður

KÆRUNEFND ÚTLENDINGAMÁLA

Þann 14. október 2020 er kveðinn upp svohljóðandi

úrskurður nr. 342/2020

í stjórnsýslumáli nr. KNU20090028

 

Beiðni [...] um endurupptöku

I. Málsatvik

Þann 16. september 2020 staðfesti kærunefnd útlendingamála ákvörðun Útlendingastofnunar frá 8. júlí 2020 um að synja umsókn [...], fd. [...], ríkisborgara [...] (hér eftir nefndur kærandi) um dvalarleyfi vegna skorts á starfsfólki, sbr. 62. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. Úrskurður kærunefndar var sendur í tölvupósti á kæranda þann 16. september sl.

Þann 17. september 2020 barst kærunefnd beiðni frá kæranda um endurupptöku málsins, sbr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þann 24. september sl. bárust frekari gögn frá kæranda.

II. Málsástæður og rök kæranda

Kærandi vísar til þess að hann hafi gert allt í sínu valdi til þess að afla sakarvottorðs frá [...] í samræmi við kröfur Útlendingastofnunar. Þann 24. september sl. lagði kærandi fram sakavottorð í frumriti með vottunum, þ. á m. stimpli frá sendiráði Íslands í Osló.

III. Niðurstaða kærunefndar útlendingamála

Samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga á aðili máls rétt á því að mál sé tekið upp á ný ef ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik eða íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.

Með úrskurði nr. 305/2020 frá 16. september 2020 staðfesti kærunefnd útlendingamála ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja kæranda um dvalarleyfi vegna skorts á starfsfólki, sbr. 62. gr. laga um útlendinga. Í úrskurðinum kom m.a. fram að kærandi hefði við meðferð málsins hjá stjórnvöldum ekki lagt fram fullnægjandi gögn, þ.e. frumrit sakavottorðs frá [...] með fullnægjandi vottun.

Þann 24. september sl. barst kærunefnd sakavottorð frá kæranda í frumriti með vottunum, þ. á m. stimpli frá sendiráði Íslands í Osló. Með vísan til þess er fallist á beiðni kæranda um endurupptöku á grundvelli 2. tölul. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga. Að mati kærunefndar stendur það nær Útlendingastofnun að meta hvort hið framlagða gagn sé í samræmi við kröfur stofnunarinnar um fylgiskjöl með umsókn um dvalarleyfi, sbr. 52. gr. laga um útlendinga og 10. reglugerðar nr. 540/2017, með síðari breytingum. Verður ákvörðun Útlendingastofnunar frá 8. júlí sl. því felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka mál kæranda til nýrrar meðferðar.

 

Úrskurðarorð

Fallist er á beiðni kæranda um endurupptöku á máli hans.

Ákvörðun Útlendingastofnunar er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kæranda til nýrrar meðferðar.

 

The appellants request for re-examination of his case is granted.

The decision of the Directorate of Immigration is vacated. The Directorate is instructed to re-examine the appellant’s case.

 

Jóna Aðalheiður Pálmadóttir

Hilmar Magnússon                                                                                                              Gunnar Páll Baldvinsson

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum