Hoppa yfir valmynd
1. ágúst 2015 Heilbrigðisráðuneytið

Drög að lyfjastefnu til umsagnar

Óskað er eftir umsögnum um drög 2 að lyfjastefnu til ársins 2020 sem hér eru birt á vef velferðarráðuneytisins. Stefnumótunin er hluti af vinnu sem fram hefur farið í nefnd sem Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skipaði í byrjun þessa árs til að vinna að umbótum í lyfjamálum.


Fyrstu drög nefndarinnar að lyfjastefnunni voru birt á heimasíðunni til umsagnar í byrjun maí sl. og hefur nefndin nú samið ný drög að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem bárust í vor. Öllum er frjálst að senda inn umsagnir og er skilafrestur til 21. ágúst 2015. Umsagnir skal senda með tölvupósti á netfangið [email protected] og skrá í efnislínu: „Umsögn um drög að lyfjastefnu.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum