Hoppa yfir valmynd
26. apríl 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ný skrifstofa barna- og fjölskyldumála í félagsmálaráðuneytinu

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hefur ákveðið að setja á fót skrifstofu barna- og fjölskyldumála í félagsmálaráðuneytinu.

„Ég vildi styrkja þennan málaflokk í ráðuneytinu“, segir Magnús Stefánsson. „Með því að stofna sérstaka skrifstofu á þessu sviði verður lögð aukin áhersla á málefni barna og fjölskyldna.“ 

Leiktæki á leikvelli.Meginverkefni nýrrar skrifstofu er að vinna að stefnumótun og þróun í málefnum barna, ungmenna og fjölskyldna, meðal annars í samvinnu við Barnaverndarstofu. Skrifstofan annast almenna stjórnsýslu í málum sem varða börn og ungmenni, barnavernd og málefni fjölskyldna og annast samþættingu við mótun og framkvæmd stefnu á þessum sviðum. Skrifstofustjóri mun jafnframt vinna náið með sérfræðingum á öðrum sviðum félagsmálaráðuneytisins, svo sem á sviði jafnréttismála, vinnumarkaðsmála, sveitarstjórnarmála og félagslegrar þjónustu. 

Félagsmálaráðuneytið hefur auglýst stöðu skrifstofustjóra hinnar nýju skrifstofu barna- og fjölskyldumála lausa til umsóknar.

Skjal fyrir Acrobat ReaderAuglýsing um stöðu skrifstofustjóra í félagsmálaráðuneytinu



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum