Hoppa yfir valmynd
12. október 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 12. október 2010

Mætt: Lára Björnsdóttir formaður, Ásta Sigrún Helgadóttir, án tilnefningar, Eiríkur Jónsson, tiln. af KÍ, Einar Jón Ólafsson, tiln. af heilbrigðisráðuneyti, Garðar Hilmarsson, tiln. af BSRB, Guðríður Ólafsdóttir, tiln. af Þroskahjálp og Öryrkjabandalagi Íslands, Gissur Pétursson, án tilnefningar, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kristján Sturluson, tiln. af RKÍ, Margrét Sæmundsdóttir, tiln. af efnahags- og viðskiptaráðuneyti, Stella K. Víðisdóttir, tiln. af Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Salbjörg Bjarnadóttir, varamaður Geirs Gunnlaugssonar, tiln. af heilbrigðisráðuneyti, Sigurrós Kristinsdóttir, tiln. af ASÍ, Vilborg Oddsdóttir, tiln. af Biskupsstofu, Þórhildur Þorleifsdóttir, án tilnefningar, Margrét Erlendsdóttir, Þorbjörn Guðmundsson og Ingibjörg Broddadóttir starfsmenn. Hanna Lára Steinsson og Svanborg Sigmarsdóttir, starfsmenn Umboðsmanns skuldara, sátu einnig fundinn.-

Í upphafi fundar bauð formaður Ástu Sigrúnu Helgadóttur, Umboðsmann skuldara, velkomna í stýrihópinn.

1. Fundargerðir

Fundargerðir 35. og 36. fundar voru samþykktar.

2. Starfsemi vinnuhópanna framundan

Vísað var til 36. fundar stýrihópsins, en á þeim fundi var farið yfir niðurstöður starfsdagsins og rætt um vinnuhópana með formönnum þeirra.

  • Samþykkt að sameina hópana um fólk í atvinnuleit og um ungt fólk 15–25 ára. Kristján Sturluson er reiðubúinn að leiða starf hópsins, en hann var formaður hópsins um ungt fólk 15–25 ára. Sigurrós mun áfram leggja hópnum gott lið.
  • Samþykkt að hópurinn um þá sem standa höllum fæti haldi áfram en fái nýtt nafn: Hópur um fátækt og félagslega útskúfun.
  • Samþykkt að hópurinn um fjármál heimilanna fái nýtt nafn: Hópur um skuldavanda heimilanna.Þorbjörn Guðmundsson mun taka að sér formennsku en Stella er reiðubúin að vinna áfram með hópnum. Félags- og tryggingamálaráðuneytið mun útvega hópnum starfsmann.
  • Samþykkt að barnahópurinn starfi áfram en fái nýtt nafn: Hópur um börn og barnafjölskyldur.
  • Lýðheilsuhópur verði stofnaður í stað hópsins um heilsufar og kreppur og leitað verði til Geirs Gunnlaugssonar landlæknis um að leiða starf hópsins.
  • Grunnþjónustuhópurinn þarf að ljúka við að útfæra gátlista.
  • Félagsvísahópurinn vinnur áfram að sínu verkefni.

3. Önnur mál

  • Stýrihópurinn fær á næstu dögum nýtt erindisbréf frá félags- og tryggingamálaráðherra.
  • Greint var frá fundi félags- og tryggingamálaráðherra með vinnuhópnum um fjármál heimilanna.
  • Greint var frá því að velferðarvaktin muni funda með lykilfólki á Suðurnesjum þann 13. október nk.
  • Greint frá fundi Láru og Ingibjargar með þingflokki Samfylkingarinnar 11. október sl.

4. Kynning á greinargerð um tilraunaverkefni til að sporna við neikvæðum afleiðingum atvinnuleysis ungs fólks í Reykjavíkurborg

Sveindís Anna Jóhannsdóttir kynnti greinargerðina.

Fundargerð ritaði Ingibjörg Broddadóttir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum