Hoppa yfir valmynd
14. október 2004 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Þann 12. október sl. afhenti Hjálmar W. Hannesson, sendiherra, Sir Clifford Straughn Husbands, landsstjóra Barbados, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands á Barbados með aðsetur í New York.

Barbados er austasta eyja í Karíbahafi og þar búa tæplega 280 þúsund manns. Eyjan hlaut sjálfstæði árið 1966, en laut áður Bretum, sem stjórnuðu þar um aldir.  Þriðja elsta, starfandi þing í breska samveldinu er á Barbados.

Sykurrækt og framleiðsla var áður aðalatvinnugrein landsmanna en nú er ferðaþjónusta lang mikilvægasta atvinnugreinin. Auk þess eru alþjóðleg bankaþjónusta og fjármálaumsvif mikilvægar greinar. Landið býr yfir jarðgasi og lítilsháttar olíulindum.

Fiskveiðar eru talsvert stundaðar við Barbados en ekki mjög þróaðar og í viðtölum sendiherra við ráðamenn í Bridgetown kom fram mikill áhugi á samstarfi við Íslendinga á sviði sjávarútvegs.

Íbúar Barbados, eins og annarra eyja í Karíbahafi, eru vanir neyslu á saltfiski, sem þeir flytja inn, að langmestu leyti frá Kanada. Kaupgeta eyjarskeggja er góð og landið í 27. sæti á lista þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna, þar sem tekið er mið af langlífi og heilsufari íbúa, menntunarstigi og vegri þjóðarframleiðslu.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum