Hoppa yfir valmynd
23. desember 2019 Matvælaráðuneytið

Tveggja vikna einangrun í stað fjögurra

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur birt, á samráðsgátt stjórnvalda, drög að nýrri reglugerð um innflutning á hundum og köttum. Í nýjum drögum er lagt til að einangrun dýranna verði stytt úr fjórum vikum í 14 sólarhringa. Reglugerðina má finna hér.

Tillögurnar byggja á áhættumati frá Preben Willeberg, fyrrum yfirdýralækni Danmerkur og hefur Matvælastofnun einnig gefið sérfræðiálit sitt.

Í reglugerðinni er einnig lagt til að einangrun hjálparhunda geti farið fram í heimasóttkví.

Þá er lögð áhersla á að undirbúningur fyrir almennan innflutning fari að mestu fram í heimalandi eða útflutningslandi dýranna, það er hvað varða bólusetningar, rannsóknir, meðhöndlun og heilbrigðisskoðun. Ekki er litið svo á að verið sé að slaka á kröfum heldur er öðrum aðferðum beitt til þess að halda uppi sömu eða jafnvel meiri vörnum gegn smitsjúkdómum en nú er gert.

Hægt er að senda inn umsagnir um reglugerðina til 3. janúar nk.

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

15. Líf á landi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum