Hoppa yfir valmynd
15. september 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Dagur íslenskrar náttúru haldinn hátíðlegur í 12. sinn

Gönguhópur í Þórsmörk - myndHugi Ólafsson

Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur á morgun 16. september og er þetta í tólfta sinn sem íslenskri náttúru er fagnað á þessum degi.

Hefð er fyrir því að stofnanir, félagasamtök, sveitarfélög, skólar, fyrirtæki og einstaklingar hafi daginn í huga í sinni starfsemi. Þeir sem nýta samfélagsmiðla til að vekja athygli á íslenskri náttúru og eða viðburðum tengdum deginum eru minntir á myllumerkin #íslensknáttúra og #DÍN, sem stendur fyrir Dag íslenskrar náttúru.

Meðal þeirra viðburða sem verða á dagskrá þetta árið eru:

Fuglavernd kynnir val á fugli ársins

Umhverfisráðherra veitir Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti

Náttúrufræðistofnun Íslands býður upp a síðdegisgöngu um hraunið í nágrenni stofnunarinnar í Garðabæ undir leiðsögn náttúrufræðinga

Náttúrufræðistofnun Íslands býður á Akureyri upp á hádegisfræðslu um matsveppi

Umhverfisstofnun stendur fyrir stefnumóti við landverði á Laugarási í Laugardal

Umhverfisstofnun stendur fyrir stefnumóti við landverði á Borgarholti

Umhverfisstofnun stendur fyrir fræðslustund fyrir börn í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli

Landmælingar Íslands afhenda Landsbókasafninu fornkortasafn stofnunarinnar 

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum