Hoppa yfir valmynd
9. júní 2010 Utanríkisráðuneytið

He Guoqiang fundar með utanríkisráðherra

OS-og-HE-juni-2010He Guoqiang, flokksritari í stjórnmálanefnd miðstjórnar kínverska kommúnistaflokksins, sækir Ísland heim 9. og 10. júní, ásamt sendinefnd. He átti í dag fund með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra þar sem rædd voru samskipti ríkjanna, m.a. á sviði viðskipta, efnahagsmála og menningarmála.  Einnig var fjallað um vaxandi samstarf ríkjanna á sviði orkumála og málefni norðurslóða.

Auk utanríkisráðherra hitti He Guoqiang að máli forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.         

Í tilefni komu sendinefndarinnar voru undirritaður gjaldmiðilaskiptasamningur Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Kína, svo og viljayfirlýsing um samstarf á milli Landsvirkjunar og China International Water & Electric Corporation og Export-Import Bank of China og rammasamningur Enex Kína/Geysir Green Energy og Sinopec um samstarf um byggingu hitaveitna í Kína.

He Guoqiang og föruneyti munu ennfremur kynna sér orkunýtingu í Svartsengi og á Hellisheiði.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum